Innlent

Veður versnandi fyrir norðan

JHH skrifar
Veður fer versnandi með kvöldinu norðaustan- og austanlands, vaxandi ofankoma og vindur, sérstaklega á fjallvegunum. Um leið kólnar heldur, samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingi. Á láglendi verður þó víðast slydda eða krapi frá Eyjafirði og austur á Austfirði. Á Austfjörðum er spáð vaxandi hríðarveðri. Vestan Öxnadalsheiðar er ekki spáð úrkomu, en á Vestfjörðum verður áfram stormur til morguns með skafrenningi og sums staðar ofankomu. Það á einnig við um Reykhólasveit, Saurbæ og Svínadal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×