Innlent

Segja að hungraðir éti börn í Norður Kóreu

JHH skrifar
Frá Norður-Kóreu.
Frá Norður-Kóreu. Mynd/ Getty
Hungraður maður í Norður Kóreu var tekinn af lífi eftir að hann hafði tekið börn sín af lífi vegna matarskorts. Rannsóknarblaðamaður frá Asía Press sagði í samtali við breska blaðið Sunday Times að karlmaður hefði grafið upp lík barnabarns síns og borðað það. Þá hefði annar maður soðið barnið sitt.

Breski fréttavefurinn Mail Online vísar í frétt Sunday Times í dag og greinir frá því að Kim Jong Un, hinn þrítugi einræðisherra í Norður Kóreu, láti sér fátt um finnast um þessar fréttir af hungrinu og mannætunum. Óttast sé að hann sé að ýta úr vör kjarnorkuprófunum þrátt fyrir refsiaðgerðir af hálfu Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×