Innlent

Nokkuð um innbrot í bíla í borginni

Nokkuð var um innbrot í bíla á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í gær og í nótt.

Brotist var inn í bifreið við íþróttahús í Hafnarfirði um sexleytið í gær og þaðan stolið GSM síma veski og lyklum. Þá var brotist inn í bifreið við annað íþróttahús, nú í Kópavogi rétt fyrir klukkan átta í gærfköldi. Þar komst þjófurinn einnig á brott með GSM síma og veski, en einnig tösku og yfirhöfn.

Um klukkan hálffjögur í nótt fékk lögregla síðan tilkynningu um innbrot í bíl í miðbænum. Þegar hún kom á staðinn voru tveir menn í bílnum, báðir ölvaðir. Þeir voru báðir vistaðir í fangaklefa og verða þar uns hægt verður að ræða við þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×