Innlent

Maður handtekinn á hafnarsvæðinu við Sundagarða

Um klukkan hálfþrjú var tilkynnt um mann eða menn í óleyfi á hafnarsvæði við Sundagarða.  Einn var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar þessa máls.

Þá barst tilkynning rétt fyrir klukkan fjögur um eldboð frá Náttúruvísindahúsinu Öskju við Sturlugötu. Þar var hitaskápur að brenna yfir í rannsóknarstofu og þurfti að reykræsta húsnæðið en tjón var minniháttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×