Innlent

Samstillt málsvörn í málinu

Árni Páll Árnason, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Eiríkur Svavarsson tjá sig um niðurstöðuna.
Árni Páll Árnason, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Eiríkur Svavarsson tjá sig um niðurstöðuna.
„Þessi niðurstaða er afskaplega góð, hún er afskaplega mikilvæg. Við lögðum upp með það að vera með samstillta málsvörn í málinu," sagði Árni Páll Árnason, starfandi formaður utanríkismálanefndar, í viðtali í beinni útsendingu á Vísi.

Árni Páll benti á það að strax árið 2008 hafi það verið markmið íslenskra stjórnvalda að fá efnisdóm um málið en illa hefði verið tekið í það.

Síðan hefði ESA, eftirlitsstofnun Eftirlitsstofnun efta, opnað á það að málið færi fyrir dóm. „Menn voru ekkert voða hrifnir af því," sagði hann. En af hálfu Íslands hefðu samningar alltaf verið neyðarbraut.

Árni Páll sagðist ekki geta tekið undir þau sjónarmið að forsetinn hefði verið einn um það að verja hagsmuni Íslands á erlendum vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×