Innlent

Sigur Íslands í brennidepli út um allan heim

Fjölmargir erlendir fjölmiðlar fjalla um sigur Íslands í Icesave-málinu í morgun. Danska ríkisútvarpið segir í fyrirsögn að Íslendingar hafi sloppið við að borga milljarða og breska ríkisútvarpið fer yfir málið ítarlega.

BBC vísar í ríkisstjórnina
sem segir að sjónarmið Íslendinga hafi frá upphafi verið það að það væri mikil óvissa um það hvort ríkinu bæri að ábyrgjast lágmarksgreiðslur að upphæð 20 þúsund evra.

The Times
reifar líka dóminn og segir að Ísland hafi verið í fullum rétti til þess að neita því að ábyrgjast innistæður 340 þúsund breskra og hollenskra innstæðueigenda sem hafi tapað peningunum sínum eftir að Landsbankinn féll.

Bloomberg segir að Íslendingar hafi mögulega komið sér undan því að greiða 335 milljarða króna vegna dómsniðurstöðunnar í dag.

Hægt er að skoða fleiri umfjallanir hér að neðan.

Aftenposten


SvD Näringsliv

Danska ríkissjónvarpið

Politiken

Financial Times

Reuters

This is money




Fleiri fréttir

Sjá meira


×