Innlent

“Það má kalla það dómgreindarskort“

Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra, sagði á Stöð 2 í kvöld að sín mistök í Icesave-málinu fælust í því að hafa vanmetið pólitískt flækjustig Icesave-málsins.

„Ef ég á að játa einhver augljós mistök, þá sá ég það ekki fyrir að málið, eins og það er vaxið, vegna aðildar margra að því fyrr, myndi snúa upp á sig í pólitíkinni í þessi ósköp sem það gerði. Það má kalla það dómgreindarskort, " sagði Steingrímur.

Steingrímur var meðal gesta í beinni útsendingu í Íslandi í dag í Stöð 2 í kvöld ásamt Unni Brá Konráðsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins og Reimari Péturssyni, hrl. og meðlimi í málflutningsteymi Íslands, þar sem farið var yfir niðurstöðu EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu, en Unnur Brá er meðal fjögurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem lagðist gegn samþykkt Icesave-samninga Buchheits.

Dómstóllinn hafnaði öllum kröfum ESA í málinu og dæmdi stofnunina jafnframt til að greiða málskostnað Íslands. Þá þarf Evrópusambandið að bera sinn eigin málskostnað en sambandið stefndi sér inn í málið til að gæta hagsmuna sinna.

Steingrímur var ekki tilbúinn að fallast á að það hafi verið mistök af sinni hálfu að treysta pólítískum læriföður sínum, Svavari Gestssyni, sem enga reynslu hafði af alþjóðlegri samningagerð þegar kröfur af þessu tagi eru annars vegar, til að gera samninga sem byggðir voru á veikum lagalegum grunni árið 2009.

Sjá má viðtal við þau Steingrím J., Unni Brá og Reimar hér. eða með því að smella á myndskeið með frétt hér ofar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×