Landspítalinn verður áfram á óvissustigi. Þetta var niðurstaða framkvæmdastjórnar Landspítalans sem hélt fund með yfirlæknum og deildarstjórum í hádeginu í dag til þess að fara yfir stöðu mála vegna plássleysis og flensu.
Ákveðið var að setja fram áætlun um að fjölga sjúkrarýmum og auka mönnun til þess að mæta áframhaldandi þörf. Áfram er fylgst vel með fjölda sjúklinga á spítalanum og staðan endurmetin daglega. Í frétt á vef Landspítalans kemur fram að allt starfsfólk spítalans hefur verið beðið að aðstoða frekar við þessa vinnu.
Landspítalinn áfram á óvissustigi
Jón Hákon Halldórsson skrifar
