Handbolti

HM 2013: Ég lét þá fífla mig hvað eftir annað

Sigurður Elvar Þórólfsson í Sevilla skrifar
„Við spiluðum ekki nóg vel og vörnin hjá Rússunum var ekkert sérstök. Ég lét þá fífla mig hvað eftir annað og ég er alls ekki sáttur við minn leik," sagði Aron Pálmarsson leikmaður íslenska landsliðsins eftir 30-25 tap liðsins gegn Rússum á HM á Spáni. Aron skoraði 6 mörk en skotnýting hans hefur oft verið betri, alls 18 skot.

„Ég veit ekki hver skýringin er, menn voru einbeittir og ætluðu sér meira. Við erum með miklu betra lið en Rússar að mínu mati og ég er gríðarlega svekktur. Við náum upp vörninni hjá okkur af og til – en þetta var bara ekki nógu gott. Alls ekki," sagði Aron Pálmarsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×