Innlent

Vilja friða öll flugskýlin á Reykjavíkurflugvelli

Reykjavíkurflugvöllur.
Reykjavíkurflugvöllur.
Minjasafn Reykjavíkur leggur til að öll fjögur stóru flugskýlin á Reykjavíkurflugvelli verði friðuð, ásamt svæðum umhverfis þau, og þó nokkrum bröggum á vallarsvæðinu.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Minjasafns Reykjavíkur, sem gerð var að ósk Húasfriðunarnefndar, sem nú heitir Minjastofnun Íslands, vegna óskar Isavia um að fá að rífa hrörlegan bragga, við gamla flugturninn, en hann hefur þegar verið friðaður. Helstu rökin eru að þetta séu söguleg mannvirki frá hernámsárunum og vísi til upphafs Reykjavíkurflugvallar. Eitt stóru skýlanna er rétt við Hótel Natura, eða Loftleiði, skýli Gæslunnar er vestan við Háskólann í Reykjavík, hinumegin við aðal brautina er svonefnt Skerjafjarðarskýli, og fjórða stóra skýlið er í grennd við flugstöð Flugfélags Íslands, þannig að segja má að skýlin rammi flugvöllinn nánast inn. Auk þess er verið að meta nánar varðveislugildi flugafgreiðsluhúss Flugféalgsins.

Umræddir braggar eru meðal annars við Flugvallarveg og við Nauthólsvík. Lagt er til að nokkur fleiri hús á svæðinu verði friðuð. Auk þessa er Minjasafnið nú að meta varðveislugildi annarskonar mannvirkja frá stríðsárunum á sama svæði, og vaknar þá spurning um varðveislugildi sjálfs flugvallarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×