Innlent

Innbrot í videoleigu í Kópavogi

Þjófur braut sér leið í gegnum rúðu inn á vídeóleigu við Hamraborg í Kópavogi á fjórða tímanum í nótt.

Þjófavarnakerfi fór í gang en þegar lögregla kom á vettvang var hann á bak og burt og er talið að hann hafi komist undan með nokkuð af tóbaki. Hann er ófundinn.

Tilkynnt var um tvö innbrot á höfuðborgarsvæðinu í gærdag og eru þau óupplýst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×