Innlent

Hópur manna nauðgaði ungum manni við Hörpu

Atvikið mun hafa átt sér stað nærri Hörpu.
Atvikið mun hafa átt sér stað nærri Hörpu.
Ungur karlmaður leitaði til neyðarmóttöku vegna nauðgana um nýliðna helgi eftir að hafa verið nauðgað af fjórum karlmönnum við tónlistarhúsið Hörpu. Þetta er fullyrt á fréttavef DV.

Björgvin Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við vefinn að lögreglan sé með nauðgunarmál til rannsóknar sem kom inn á borð til þeirra um helgina. Hann vill ekki staðfesta fjölda gerenda í málinu en segir þá hafa verið fleiri en einn, að sögn þolanda.

"Við erum með í rannsókn mál sem kom upp um helgina og varðar nauðgun. Sá sem var þolandi hann gaf sig fram við lögreglu við Hörpuna. Vettvangur er þó óljós," segir Björgvin í samtali við vefinn.

DV segist hafa heimildir fyrir því að fórnarlambið liggi enn á sjúkrahúsi en Björgvin getur ekki staðfest annað en að hann hafi leitað á neyðarmóttöku nauðgana eftir árásina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×