Vill gera skóla fjárhagslega ábyrga fyrir einelti 7. janúar 2013 13:31 Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Eygló Harðardóttir, Þingmaður Framsóknarflokksins, vill innleiða öfuga sönnunarbyrði í grunnskóla landsins að sænskri fyrirmynd. Það er að segja ef eineltismál kemur upp, og fórnarlamb og aðstandendur kvarta ítrekað undan því, þá þurfi skólayfirvöld að sýna fram á að þeir hafi sannarlega brugðist við kvörtununum. Komi annað í ljós geta þeir orðið skaðabótaskyldir. „Ég þekki fólk sem hefur orðið fyrir mjög ljótu einelti, og ég veit hversu mikill hryllingur þetta er og hversu brotið fólk er á eftir," segir Eygló um nauðsyn þess að taka þennan erfiða málaflokk föstum tökum. Hún segir að lög Svía, sem voru samþykkt árið 2006, virðast hafa reynst vel, og eru að auki áhrifarík leið til þess að fá skólayfirvöld til þess að bregðast við þessu alvarlega vandamáli. „Ég hef verið að ræða þetta mál við menntamálaráðherra og velferðarráðherra," segir Eygló spurð hvort það komi til greina að hún leggi fram þingsályktunartillögu hvað þessa leið varðar. Hún segir að nú sé jafnréttislöggjöfin til skoðunar. Eygló vill sjá einelti falla í þennan flokk. Spurð um foreldra barna sem beita önnur börn ítrekað ofbeldi í grunnskólum landsins, hver ábyrgð þeirra sé, svarar Eygló að ef skólayfirvöld sýni fram á að þeir hafi gert allt sem í þeirra valdi stendur til þess að bregðast við eineltinu, „þá hlýtur ábyrgðin að lokum hafna hjá foreldum gerandans." „Það er nauðsynlegt að gera eitthvað, það þarf að halda þessari umræðu gangandi," segir Eygló, en hún segist vel kunnug ofbeldinu sem fylgir eineltinu, þannig þekki hún fólk sem hafi orðið fyrir einelti, auk þess sem ellefu ára gamall drengur tók sitt eigið líf á síðasta ári í kjördæmi hennar, en talið er að ein af ástæðunum sé einelti sem hann mátti þola í grunnskóla. Eygló segir að það sé nauðsynlegt að skerpa á þessum málaflokki, gera skólayfirvöld ábyrg, meðal annars með því að hafa og framfylgja viðbragðsáætlun vegna eineltis. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Eygló Harðardóttir, Þingmaður Framsóknarflokksins, vill innleiða öfuga sönnunarbyrði í grunnskóla landsins að sænskri fyrirmynd. Það er að segja ef eineltismál kemur upp, og fórnarlamb og aðstandendur kvarta ítrekað undan því, þá þurfi skólayfirvöld að sýna fram á að þeir hafi sannarlega brugðist við kvörtununum. Komi annað í ljós geta þeir orðið skaðabótaskyldir. „Ég þekki fólk sem hefur orðið fyrir mjög ljótu einelti, og ég veit hversu mikill hryllingur þetta er og hversu brotið fólk er á eftir," segir Eygló um nauðsyn þess að taka þennan erfiða málaflokk föstum tökum. Hún segir að lög Svía, sem voru samþykkt árið 2006, virðast hafa reynst vel, og eru að auki áhrifarík leið til þess að fá skólayfirvöld til þess að bregðast við þessu alvarlega vandamáli. „Ég hef verið að ræða þetta mál við menntamálaráðherra og velferðarráðherra," segir Eygló spurð hvort það komi til greina að hún leggi fram þingsályktunartillögu hvað þessa leið varðar. Hún segir að nú sé jafnréttislöggjöfin til skoðunar. Eygló vill sjá einelti falla í þennan flokk. Spurð um foreldra barna sem beita önnur börn ítrekað ofbeldi í grunnskólum landsins, hver ábyrgð þeirra sé, svarar Eygló að ef skólayfirvöld sýni fram á að þeir hafi gert allt sem í þeirra valdi stendur til þess að bregðast við eineltinu, „þá hlýtur ábyrgðin að lokum hafna hjá foreldum gerandans." „Það er nauðsynlegt að gera eitthvað, það þarf að halda þessari umræðu gangandi," segir Eygló, en hún segist vel kunnug ofbeldinu sem fylgir eineltinu, þannig þekki hún fólk sem hafi orðið fyrir einelti, auk þess sem ellefu ára gamall drengur tók sitt eigið líf á síðasta ári í kjördæmi hennar, en talið er að ein af ástæðunum sé einelti sem hann mátti þola í grunnskóla. Eygló segir að það sé nauðsynlegt að skerpa á þessum málaflokki, gera skólayfirvöld ábyrg, meðal annars með því að hafa og framfylgja viðbragðsáætlun vegna eineltis.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira