Innlent

Foreldrar standa vörð við Foldaskóla

Börn að leik við Foldaskóla.
Börn að leik við Foldaskóla. Mynd/ GVA.
Foreldrar barna í Foldaskóla hafa tekið sig saman um að standa umferðarvakt við skólann. Þeir vilja minna ökumenn á umferðarreglurnar og draga úr hættu á slysum.

Töluvert hefur borið á því að ökumenn fari ekki að umferðarreglum á Fjallkonuvegi ofan við Foldaskóla, segir á vef Reykjavíkurborgar. Nokkur nýleg atvik urðu til þess að foreldrar tóku sig saman, en borið hefur á því að ökumenn aki yfir á öfugan vegarhelming til að sleppa nemendum út ofan skólans og eins að þeir taki 180 gráðu beygju yfir óbrotna veglínu til að komast að útskoti ofan skólans. Þá eru þess dæmi að nemendum sé sleppt út ofan götunnar og þeir hlaupi síðan yfir á milli bílanna.

Foreldrar hafa farið fram á það við borgaryfirvöld að úrbætur verði gerðar á Fjallkonuvegi og er þess meðal annars beðið að sett verði upp girðing til að koma í veg fyrir ofangreindan vanda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×