Innlent

Fórnarlamb Karls Vignis lýsir áhugaleysi lögreglu - "Þetta er sálarmorð“

„Þetta er sálarmorð," segir Henry Ragnarsson en hann greindi frá því í Kastljósi Ríkisútvarpsins í kvöld þegar hann lenti í klónum á Karli Vigni Þorsteinssyni sem viðurkennt hefur að hafa beitt allt að 50 börn kynferðislegu ofbeldi síðustu áratugi.

„Menn sem gera svona eru veikir, þeir þurfa á aðstoð að halda. Þegar maður nálgast málið svona þá fer manni að líða betur," segir Henry.

Henry kvað að tilkynna brot Karls Vignis til lögreglu eftir að hafa rætt við föður sinna, Ragnar Bjarnason, um þau.

„Hann var hreint ekki rólegur yfir þessu," segir Henry um viðbrögð föðurs síns. „En hann tók þessu samt með jafnaðargeði og við vorum ekki lengi að ákveða næstu skref."

Feðgarnir leituðu því næst til lögreglunnar. Þar var þeim tilkynnt að brotin væru fyrnd.

„Ég var gáttaður. Ég fann fyrir áhugaleysi hjá lögreglunni. Það hefði hjálpað ef okkur hefði verið sagt að þetta vissulega fyrnt en engu að síður yrði fylgst með manninum, en það gerðist ekki."

Aðspurður sagði Henry að þrjár ástæður hefðu knúið hann til að segja sögu sína.

„Í fyrsta lagi vildi ég vekja athygli og koma um leið í veg fyrir að maðurinn haldi þessu áfram. Í öðru lagi vildi ég segja við fólk sem lent hefur í þessu að það er líf eftir þetta. Í þriðja lagi eru það viðbrögð lögreglu. Þessir menn fá enga dóma, það er tekið of vægt á þessu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×