Innlent

Fíkniefni til staðar í öllum málum lögreglunnar í nótt

Fíkniefni komu við sögu í nær öllum málum sem komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt.

Fyrst leysti lögreglan upp dóppartí í heimahúsi í austurborginni. Þar áttu þrjú ungmenni í hlut og var haft samband við foreldra þeirra.

Síðar um kvöldið var bíll stöðvaður og reyndist ökumaðurinn undir áhrifum fíkniefna. Hann var auk þess réttindalaus, var með dóp á sér, og bíllinn óskoðaður og ótryggður.

Laust fyrir fjögur í nótt reyndist svo ökumaður undir áhrifum fíkniefna og með útrunnin ökuréttindi.

Loks voru svo tveir menn handteknir laust fyrir klukkan fimm í morgun þar sem þeir voru að reyna að brjótast inn í bíl, báðir út úr skakkir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×