Innlent

Tveir lögreglumenn blóðugir eftir árás unglingsstúlku

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stúlkan var flutt á Stuðla.
Stúlkan var flutt á Stuðla.
Tæplega átján ára gömul stelpa hefur verið ákærð fyrir að hafa ráðist á lögreglumann á heimili stelpunnar í miðborg Reykjavíkur í apríl 2011, þar sem hann var við skyldustörf. Stelpan kýldi lögreglumanninn í andlitið og hrækti framan í hann. Hún beit svo í handabak hans þannig að það blæddi úr og hann fékk mar.

Síðar sama dag réðst hún með ofbeldi á lögreglumann á meðferðarstöðinni Stuðlum, þegar hann hafði afskipti af henni, að beiðni starfsmanna Stuðla. Hún skallaði lögreglumanninn í andlitið, þegar hann var að aðstoða starfsmenn Stuðla við líkamsleit, með þeim afleiðingum að hann hlaut blóðnasir og eymsli í nefi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×