Innlent

Ríkisstjórnin setur sér reglur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ríkisstjórnin samþykkti í gær nýjar reglur um starfshætti ríkisstjórnar. Reglurnar taka gildi frá 15. janúar næstkomandi, en þær eru settar á grundvelli laga um Stjórnarráð Íslands. Mörgum af þessum reglum hefur ríkisstjórnin unnið eftir um langt skeið án þess þó að þær hafi verið skrifaðar á blað.

Með reglunum er meðal annars kveðið á um hvenær skuli halda ríkisstjórnarfundi, hvaða mál skuli rædd þar og hvernig málin skuli vera framsett.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×