Innlent

Störf Karls Vignis hjá Reykjavíkurborg rannsökuð

Karl Vignir Þorsteinsson, sem viðurkennt hefur að níðst á hátt í fimmtíu börnum síðustu áratugi, starfaði um tíma við heimaþjónustu fyrir aldraða hjá Reykjavíkurborg, eða á tímabilinu 1989 til 2002.

Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er ekki vitað til þess að Karl Vignir hafi gerst brotlegur í starfi. Þá starfaði hann aldrei með börnum eða unglingum á vegum borgarinnar.

Karl Vignir var dæmdur í tveggja vikna gæsluvarðald í dag en hann hefur verið yfirheyrður af lögreglu síðustu daga. Grunur leikur á að hann hafi brotið gegn gögnum á síðustu áru.

Reykjavíkurborg biðlar til þeirra sem orðið hafa fyrir miska af hálfu Karls Vignis að koma ábendingum á framfæri hjá þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis í síma 411-1500.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×