„Hverjum á að treysta ef við getum ekki treyst prestinum?“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. apríl 2013 22:12 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, mætti í viðtal til Morgunútvarps Rásar 2 í morgun vegna prestastefnu sem hófst í dag. Í viðtalinu var mál Guðnýjar Jónu Kristjánsdóttur rætt, en hún sagði sögu sína í Kastljósi í síðustu viku. Þar kom fram að Sighvatur Karlsson, sóknarprestur á Húsavík, hefði ýjað að því við hana að hún ætti að draga nauðgunarkæru á hendur skólabróður sínum til baka árið 1999. Í kjölfar þáttarins fundaði Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, með Sighvati og var niðurstaða fundarins sú að hann hefði ekki brotið starfsreglur presta. Hann hefði hins vegar gert mistök, og að loknum fundinum sendi Sighvatur frá sér tilkynningu þar sem hann sagðist hafa beðið Guðnýju Jónu afsökunar. Stjórnendur Morgunútvarpsins spurðu biskup hvort hann væri sáttur við þá niðurstöðu. „Við leggjum áherslu á að við stöndum alltaf með þolandanum í öllum brotamálum. Kannski má brýna presta betur í þeim efnum. Þó margt hafi verið gert í kirkjunni til að kenna, þjálfa og fræða okkur um þessi mál þá er ekki nóg að gert. Svona mál koma upp og munu því miður væntanlega koma upp í framtíðinni, þannig að við verðum að vera betur upplýst í kirkjunni. Ég heyrði í Sighvati í síma og fór lítillega yfir málið með honum. Ég ákvað í kjölfarið að senda þjóninn á staðinn, sem er Solveig Lára.“ Útvarpsmaður spurði Agnesi hvort hún væri sátt með vinnubrögð Sighvats í málinu. „Það er aldrei ásættanlegt að letja þolendur en kirkjan leggur áherslu á að hún styður þolendur í því sem þeir vilja gera og það var kannski það sem átti að gera þá og var ekki gert. Það er líka svolítill munur á því hvernig menn takast á við málin. Hann til dæmis í þessu tilfelli hringdi í Guðrúnu (Guðnýju) Jónu og bað hana afsökunar.“ „Fjórtán árum síðar,“ grípur þáttastjórnandi fram í. „Fjórtán árum síðar, þegar málið kom upp núna. Það hefði auðvitað verið gott ef það hefði verið gert fyrr, en svo var ekki. Mér fannst hann takast á við þetta mál af auðmýkt og hann viðurkenndi mistök sín. Hann var miður sín.“Ekki ástæða til áminningar Útvarpsmaður spurði biskup þá hvaða skilaboð kirkjan væri að senda með því að áminna hann ekki eða grípa til aðgerða. „Áminning er visst ferli hjá opinberum stofnunum. Það þarf ansi mikið til að maður sé áminntur og þetta fellur ekki undir það. En hann viðurkennir að hafa gert mistök. Það var gott að hann tók þann pól í hæðina.“ Að lokum spurði þáttastjórnandi hvort fólk gæti treyst prestinum sínum miðað við þetta. „Hverjum á að treysta ef við getum ekki treyst prestinum?“Viðtalið í heild sinni má hlusta í heild sinni á vef RÚV Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, mætti í viðtal til Morgunútvarps Rásar 2 í morgun vegna prestastefnu sem hófst í dag. Í viðtalinu var mál Guðnýjar Jónu Kristjánsdóttur rætt, en hún sagði sögu sína í Kastljósi í síðustu viku. Þar kom fram að Sighvatur Karlsson, sóknarprestur á Húsavík, hefði ýjað að því við hana að hún ætti að draga nauðgunarkæru á hendur skólabróður sínum til baka árið 1999. Í kjölfar þáttarins fundaði Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, með Sighvati og var niðurstaða fundarins sú að hann hefði ekki brotið starfsreglur presta. Hann hefði hins vegar gert mistök, og að loknum fundinum sendi Sighvatur frá sér tilkynningu þar sem hann sagðist hafa beðið Guðnýju Jónu afsökunar. Stjórnendur Morgunútvarpsins spurðu biskup hvort hann væri sáttur við þá niðurstöðu. „Við leggjum áherslu á að við stöndum alltaf með þolandanum í öllum brotamálum. Kannski má brýna presta betur í þeim efnum. Þó margt hafi verið gert í kirkjunni til að kenna, þjálfa og fræða okkur um þessi mál þá er ekki nóg að gert. Svona mál koma upp og munu því miður væntanlega koma upp í framtíðinni, þannig að við verðum að vera betur upplýst í kirkjunni. Ég heyrði í Sighvati í síma og fór lítillega yfir málið með honum. Ég ákvað í kjölfarið að senda þjóninn á staðinn, sem er Solveig Lára.“ Útvarpsmaður spurði Agnesi hvort hún væri sátt með vinnubrögð Sighvats í málinu. „Það er aldrei ásættanlegt að letja þolendur en kirkjan leggur áherslu á að hún styður þolendur í því sem þeir vilja gera og það var kannski það sem átti að gera þá og var ekki gert. Það er líka svolítill munur á því hvernig menn takast á við málin. Hann til dæmis í þessu tilfelli hringdi í Guðrúnu (Guðnýju) Jónu og bað hana afsökunar.“ „Fjórtán árum síðar,“ grípur þáttastjórnandi fram í. „Fjórtán árum síðar, þegar málið kom upp núna. Það hefði auðvitað verið gott ef það hefði verið gert fyrr, en svo var ekki. Mér fannst hann takast á við þetta mál af auðmýkt og hann viðurkenndi mistök sín. Hann var miður sín.“Ekki ástæða til áminningar Útvarpsmaður spurði biskup þá hvaða skilaboð kirkjan væri að senda með því að áminna hann ekki eða grípa til aðgerða. „Áminning er visst ferli hjá opinberum stofnunum. Það þarf ansi mikið til að maður sé áminntur og þetta fellur ekki undir það. En hann viðurkennir að hafa gert mistök. Það var gott að hann tók þann pól í hæðina.“ Að lokum spurði þáttastjórnandi hvort fólk gæti treyst prestinum sínum miðað við þetta. „Hverjum á að treysta ef við getum ekki treyst prestinum?“Viðtalið í heild sinni má hlusta í heild sinni á vef RÚV
Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira