Ljúf jólastemning á Ingólfstorgi 21. desember 2013 09:00 ,,Það er því óhætt að segja að hér sé um stærsta jólamarkað landsins að ræða. Hér geta gestir kynnt sér og keypt mjög fjölbreytt úrval enda lögðum við mikið upp úr fjölbreytileikanum,“ segir Hlédís Sveinsdóttir.MYND/GVA Árlegi Jólamarkaðurinn á Ingólfstorgi í Reykjavík verður með töluvert öðru sniði en áður. Markaðurinn stendur yfir fram á Þorláksmessu og munu fleiri söluaðilar kynna og selja vörur sínar en áður að sögn Hlédísar Sveinsdóttur, sem sér um skipulag hans, en á Ingólfstorgi eru þrettán jólabjálkahús, tvö topptjöld og síðasta fimmtudag bættist 180 fermetra markaðstjald í hópinn. „Það er því óhætt að segja að hér sé um stærsta jólamarkað landsins að ræða. Hér geta gestir kynnt sér og keypt mjög fjölbreytt úrval enda lögðum við mikið upp úr fjölbreytileikanum. Hér blöndum við saman handverki, hönnun, gjafavörum, ljúffengum matvælum, tónlist, listum og öllu því sem fellur undir að gleðja landann í einni eða annarri mynd yfir jólin.“ Jólamarkaðurinn stóð yfir fyrstu tvær helgarnar í desember og um helgina og á mánudag, Þorláksmessu, verður mikið annríki á Ingólfstorgi en um 45 söluaðilar verða þar síðustu dagana fyrir jólin. „Við bjóðum upp á mikla fjölbreytni eins og fyrr segir en einnig má benda á að seljendur eru hér ekki allir á sama tíma þannig að hafi einhver heimsótt markaðinn fyrr í mánuðinum getur hann átt von á nýjum hópi seljenda um helgina. Sjón er því sögu ríkari og ég hvet alla til að mæta á síðustu daga markaðarins.“ Jólamarkaðurinn hefur fest sig í sessi sem áfangastaður í jólaundirbúningi borgarbúa og skapast gott andrúmsloft innan um ilmandi matvæli og fallegar vörur. „Auk þeirra vara sem seldar eru hér verður boðið upp á lifandi tónlist og dávaldur mun bjóða upp á ókeypis ördáleiðslu. Svo má nefna að kaffihúsið GÆS mun setja upp kaffihús í markaðstjaldinu og mig grunar sterklega að jólasveinninn líti við.“ Jólamarkaðurinn verður opinn í dag og á morgun, sunnudag, frá kl. 12-22 en á Þorláksmessu verður opið til kl. 23. Nánari upplýsingar má finna á Facebook undir Jólamarkaðurinn Ingólfstorgi. Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sjá meira
,,Það er því óhætt að segja að hér sé um stærsta jólamarkað landsins að ræða. Hér geta gestir kynnt sér og keypt mjög fjölbreytt úrval enda lögðum við mikið upp úr fjölbreytileikanum,“ segir Hlédís Sveinsdóttir.MYND/GVA Árlegi Jólamarkaðurinn á Ingólfstorgi í Reykjavík verður með töluvert öðru sniði en áður. Markaðurinn stendur yfir fram á Þorláksmessu og munu fleiri söluaðilar kynna og selja vörur sínar en áður að sögn Hlédísar Sveinsdóttur, sem sér um skipulag hans, en á Ingólfstorgi eru þrettán jólabjálkahús, tvö topptjöld og síðasta fimmtudag bættist 180 fermetra markaðstjald í hópinn. „Það er því óhætt að segja að hér sé um stærsta jólamarkað landsins að ræða. Hér geta gestir kynnt sér og keypt mjög fjölbreytt úrval enda lögðum við mikið upp úr fjölbreytileikanum. Hér blöndum við saman handverki, hönnun, gjafavörum, ljúffengum matvælum, tónlist, listum og öllu því sem fellur undir að gleðja landann í einni eða annarri mynd yfir jólin.“ Jólamarkaðurinn stóð yfir fyrstu tvær helgarnar í desember og um helgina og á mánudag, Þorláksmessu, verður mikið annríki á Ingólfstorgi en um 45 söluaðilar verða þar síðustu dagana fyrir jólin. „Við bjóðum upp á mikla fjölbreytni eins og fyrr segir en einnig má benda á að seljendur eru hér ekki allir á sama tíma þannig að hafi einhver heimsótt markaðinn fyrr í mánuðinum getur hann átt von á nýjum hópi seljenda um helgina. Sjón er því sögu ríkari og ég hvet alla til að mæta á síðustu daga markaðarins.“ Jólamarkaðurinn hefur fest sig í sessi sem áfangastaður í jólaundirbúningi borgarbúa og skapast gott andrúmsloft innan um ilmandi matvæli og fallegar vörur. „Auk þeirra vara sem seldar eru hér verður boðið upp á lifandi tónlist og dávaldur mun bjóða upp á ókeypis ördáleiðslu. Svo má nefna að kaffihúsið GÆS mun setja upp kaffihús í markaðstjaldinu og mig grunar sterklega að jólasveinninn líti við.“ Jólamarkaðurinn verður opinn í dag og á morgun, sunnudag, frá kl. 12-22 en á Þorláksmessu verður opið til kl. 23. Nánari upplýsingar má finna á Facebook undir Jólamarkaðurinn Ingólfstorgi.
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sjá meira