Hið árlega Jólaplögg Record Records verður haldið hátíðlegt á Gamla Gauknum og Harlem í kvöld. Þetta er fimmta árið í röð sem þetta framsæknasta plötufyrirtæki landsins stendur fyrir sínum árlega jólaútgáfufögnuði.
Í þetta sinn fer jólaplöggið fram samtímis á Harlem og Gamla gauknum. Um er að ræða einskonar mini-festival þar sem tónleikagestir geta valið á milli tveggja sviða eða flakkað á milli og gildar aðgöngumiðinn inn á báða staðina.
Minna sviðið er á Harlem þar sem koma fram Ojba Rasta, Lay Low, Vök og Hymnalaya en stærra sviðið er á Gamla Gauknum þar sem Mammút, Leaves, Moses Hightower og skemmtaraútgáfa af Botnleðju munu koma fram.
Miðaverði verður haldið í algjöru lágmarki en miðasalan fer fram á síðunni midi.is.
