Innlent

Fjárlögin samþykkt með 900 milljón króna afgangi

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
mynd/GVA
Fjárlagafrumvarpið var samþykkt á Alþingi nú seinni partinn í dag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að fjárlögin mörkuðu tímamót þar sem skuldasöfnun ríkissjóðs hefði verið stöðvuð.

Þetta væri í fyrsta skipti frá bankahruninu sem fjárlögin væru hallalaus en þau voru samþykkt með 900 milljón króna afgangi.

Alþingi er nú komið í jólafrí en fundum þess var í dag  frestað til 14. janúar næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×