Viljum ekki skerða hlut neins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. mars 2013 07:00 Tekist á eftir leik. Kristín Harpa Hálfdánardóttir, íþróttastjóri Rúv, ýtir hér ljósmyndara Fréttablaðsins og Vísis af keppnisgólfinu. mynd/sport.is/hilmar þór guðmundsson Framkvæmdastjóri Rúv segir atvik sem kom upp eftir bikarúrslitaleik karla í handbolta óheppilegt. Framkvæmdastjóri HSÍ segir að reglur hafi verið í gildi á leiknum en að upplýsingagjöf hafi verið ábótavant. „Það átti sér stað óheppilegt atvik í lok úrslitaleiks karla í handbolta sem við erum að fara yfir." Þetta segir Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Rúv, um uppákomu sem átti sér stað á milli Kristínar Hörpu Hálfdánardóttur, íþróttastjóra Rúv, og Daníels Rúnarssonar, ljósmyndara Fréttablaðsins. Bjarni vildi ekki tjá sig frekar um atvikið sem kom upp eftir leikinn, Eftir að ÍR tryggði sér sigur í bikarkeppninni á sunnudag ætlaði Daníel að fara inn á keppnisgólfið til að mynda fögnuð ÍR-inga, eins og venja hefur verið á íþróttakappleikjum hérlendis til margra ára. Það gekk ekki eftir og fyrir vikið gátu Fréttablaðið og Vísir ekki þjónustað lesendur á sama máta og verið hefur og ætlunin var að gera nú. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að nýjar reglur hafi verið settar um framkvæmd leikjanna um helgina. Meðal þeirra var að ljósmyndarar mættu ekki fara inn á keppnisgólfið strax eftir leik til að trufla ekki sjónvarpsútsendingu Rúv, rétthafa bikarkeppninnar í handbolta. „Grundvallaratriði í þessu máli er að ákveðin skilaboð virðast ekki hafa skilað sér til viðkomandi aðila," segir Einar. Hann segir að þó svo að það hafi tíðkast á handboltaleikjum hérlendis í mörg ár að ljósmyndarar myndi fögnuð leikmanna strax eftir leik sé slíkt óþekkt á sambærilegum leikjum í Evrópu. „Við búum til að mynda við mjög strangar vinnureglur í kringum alþjóðlega leiki og þó svo að þetta sé litla Ísland þá viljum við vanda til og passa upp á að allt gangi vel fyrir sig," segir Einar. „Þeir ljósmyndarar sem hafa til dæmis myndað á stórmótum landsliðs erlendis þekkja það vel." Einar segir að HSÍ muni taka þessi mál til skoðunar, ekki síst í þeim tilgangi að gefa öllum fjölmiðlum tækifæri á að nálgast myndefnið á fullnægjandi máta. „Við ætluðum okkur ekki að skerða hlut neins fjölmiðils. Það eru engu að síður ákveðnar reglur sem gilda í kringum íþróttakappleiki og menn þurfa að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að búa þannig um hnútana að allir geti vel við unað," segir Einar en upplýsingar um þessar reglur bárust ekki ljósmyndadeild 365 fyrir leikinn. Einar segir þó að starfsmenn fréttamiðla eigi ekki að sjá til þess að reglunum sé framfylgt. „Það er gæsla á leiknum og þeir aðilar eiga að passa upp á þetta – ekki starfsmenn fréttamiðla," segir Einar. Rakel Ósk Sigurðardóttir, formaður Blaðaljósmyndarafélags Íslands, gerði alvarlegar athugasemdir við framferði Kristínar Hörpu. „Það er algjörlega fáránlegt að það sé gengið í skrokk á fólki," sagði Rakel. „Það var ekki talað við Daníel heldur var honum einfaldlega ýtt út af vellinum. Það hefði þurft að senda út tilkynningu um þetta fyrir fram að það megi ekki mynda viðburðinn. Ljósmyndararnir sátu allan leikinn og voru svo skyndilega stöðvaðir. Mér finnst þetta algjörlega til skammar," segir Rakel. Von er á yfirlýsingu frá félaginu í dag. Pjetur Sigurðsson, yfirmaður ljósmyndadeildar 365, staðfestir að deildinni hafi ekki borist neinar upplýsingar um breyttar reglur um aðgengi ljósmyndara fyrir bikarúrslitaleikina. „Þetta var óheppilegt atvik en okkur bárust aldrei neinar upplýsingar um neins konar starfsreglur sem áttu að vera í gildi. Það komu ekki heldur fram neinar ábendingar um slíkt á fundi HSÍ með fjölmiðlafólki í síðustu viku. Þann fund sat ég,“ áréttar Pjetur. Olís-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Framkvæmdastjóri Rúv segir atvik sem kom upp eftir bikarúrslitaleik karla í handbolta óheppilegt. Framkvæmdastjóri HSÍ segir að reglur hafi verið í gildi á leiknum en að upplýsingagjöf hafi verið ábótavant. „Það átti sér stað óheppilegt atvik í lok úrslitaleiks karla í handbolta sem við erum að fara yfir." Þetta segir Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Rúv, um uppákomu sem átti sér stað á milli Kristínar Hörpu Hálfdánardóttur, íþróttastjóra Rúv, og Daníels Rúnarssonar, ljósmyndara Fréttablaðsins. Bjarni vildi ekki tjá sig frekar um atvikið sem kom upp eftir leikinn, Eftir að ÍR tryggði sér sigur í bikarkeppninni á sunnudag ætlaði Daníel að fara inn á keppnisgólfið til að mynda fögnuð ÍR-inga, eins og venja hefur verið á íþróttakappleikjum hérlendis til margra ára. Það gekk ekki eftir og fyrir vikið gátu Fréttablaðið og Vísir ekki þjónustað lesendur á sama máta og verið hefur og ætlunin var að gera nú. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að nýjar reglur hafi verið settar um framkvæmd leikjanna um helgina. Meðal þeirra var að ljósmyndarar mættu ekki fara inn á keppnisgólfið strax eftir leik til að trufla ekki sjónvarpsútsendingu Rúv, rétthafa bikarkeppninnar í handbolta. „Grundvallaratriði í þessu máli er að ákveðin skilaboð virðast ekki hafa skilað sér til viðkomandi aðila," segir Einar. Hann segir að þó svo að það hafi tíðkast á handboltaleikjum hérlendis í mörg ár að ljósmyndarar myndi fögnuð leikmanna strax eftir leik sé slíkt óþekkt á sambærilegum leikjum í Evrópu. „Við búum til að mynda við mjög strangar vinnureglur í kringum alþjóðlega leiki og þó svo að þetta sé litla Ísland þá viljum við vanda til og passa upp á að allt gangi vel fyrir sig," segir Einar. „Þeir ljósmyndarar sem hafa til dæmis myndað á stórmótum landsliðs erlendis þekkja það vel." Einar segir að HSÍ muni taka þessi mál til skoðunar, ekki síst í þeim tilgangi að gefa öllum fjölmiðlum tækifæri á að nálgast myndefnið á fullnægjandi máta. „Við ætluðum okkur ekki að skerða hlut neins fjölmiðils. Það eru engu að síður ákveðnar reglur sem gilda í kringum íþróttakappleiki og menn þurfa að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að búa þannig um hnútana að allir geti vel við unað," segir Einar en upplýsingar um þessar reglur bárust ekki ljósmyndadeild 365 fyrir leikinn. Einar segir þó að starfsmenn fréttamiðla eigi ekki að sjá til þess að reglunum sé framfylgt. „Það er gæsla á leiknum og þeir aðilar eiga að passa upp á þetta – ekki starfsmenn fréttamiðla," segir Einar. Rakel Ósk Sigurðardóttir, formaður Blaðaljósmyndarafélags Íslands, gerði alvarlegar athugasemdir við framferði Kristínar Hörpu. „Það er algjörlega fáránlegt að það sé gengið í skrokk á fólki," sagði Rakel. „Það var ekki talað við Daníel heldur var honum einfaldlega ýtt út af vellinum. Það hefði þurft að senda út tilkynningu um þetta fyrir fram að það megi ekki mynda viðburðinn. Ljósmyndararnir sátu allan leikinn og voru svo skyndilega stöðvaðir. Mér finnst þetta algjörlega til skammar," segir Rakel. Von er á yfirlýsingu frá félaginu í dag. Pjetur Sigurðsson, yfirmaður ljósmyndadeildar 365, staðfestir að deildinni hafi ekki borist neinar upplýsingar um breyttar reglur um aðgengi ljósmyndara fyrir bikarúrslitaleikina. „Þetta var óheppilegt atvik en okkur bárust aldrei neinar upplýsingar um neins konar starfsreglur sem áttu að vera í gildi. Það komu ekki heldur fram neinar ábendingar um slíkt á fundi HSÍ með fjölmiðlafólki í síðustu viku. Þann fund sat ég,“ áréttar Pjetur.
Olís-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira