Innlent

Íbúar vilja betri útivistarsvæði

Framkvæmdir borgarinnar í Vesturbæ í fyrra kostuðu um 37 milljónir króna.
fréttablaðið/Hari
Framkvæmdir borgarinnar í Vesturbæ í fyrra kostuðu um 37 milljónir króna. fréttablaðið/Hari
Bætt aðgengi að útivistarsvæðum og bættar aðstæður fyrir gangandi og hjólandi var rauði þráðurinn í hugmyndum íbúa Vesturbæjar fyrir Betri hverfi í fyrra. Meðal þess sem horft var til voru betri róluvellir, bætt aðgengi að fjörum við borgina og bætt aðgengi gangandi og hjólandi borgarbúa og ferðamanna. Íbúar Vesturbæjar sendu inn hugmyndir í fyrra og svo var kosið um þær í rafrænni kosningu.

Alls var farið af stað með 17 verkefni í Vesturbæ í gegnum Betri hverfi og var kostnaðurinn um 37 milljónir króna. Framkvæmdafé verður óbreytt í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×