Innlent

Kynnti stöðuna fyrir ESB-fólki

Stefán Haukur Jóhannesson skrifar
Stefán Haukur Jóhannesson
Stefán Haukur Jóhannesson
Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands í aðildarviðræðunum við ESB, kynnti ákvörðun ríkisstjórnarflokkanna um að hægja á viðræðum, fyrir Evrópumálaráðherrum ESB-landa á fundi í gær. Frá þessu segir á vef utanríkisráðuneytisins, en á fundinum fjallaði Stefán Haukur einnig um áherslu Íslands á gagnsæi í viðræðuferlinu.

Fundurinn fór fram í Dublin á Írlandi. Meginumræðuefnið var efling lýðræðis á vettvangi ESB og var rætt um leiðir til að auka lögmæti og ábyrgð stofnana þess í ljósi aukinnar samvinnu til dæmis í efnahags- og gjaldmiðilsmálum. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×