

Élysée-samningurinn 50 ára
Það vita ekki allir að nú til dags er það hefðbundin iðja hjá þýskum og frönskum ráðuneytum að taka á móti opinberum starfsmönnum frá hinu landinu í starfaskipti. Þeir vinna eins og næsti starfsmaður og oft á æðstu stigum, t.d. á skrifstofu ráðherra í þýska eða franska utanríkisráðuneytinu.
Fransk-þýska sjónvarpsstöðin Arte hefur frá stofnun, árið 1990, boðið upp á sjónvarpsefni af miklum gæðum og af fjölbreyttu tagi, frá báðum löndunum. Hún er í dag viðmið annarra í framúrskarandi sjónvarpsframleiðslu.
Sameiginleg hersveit landanna tveggja var sett á laggirnar árið 1989 og er í dag fordæmi annarra í náinni samvinnu milli landa í öryggis- og varnarmálum.
Hver er grunnurinn að þessari farsælu samvinnu? Fyrir nákvæmlega 50 árum, 22. janúar 1963, einsettu Charles de Gaulle og Konrad Adenauer sér að ganga veg sátta Frakklands og Þýskalands. Þetta var söguleg stund, þrungin tilfinningum. De Gaulle og Adenauer gerðu sér fulla grein fyrir því að þeir væru að móta framtíðarsamskipti landanna tveggja, sem og Evrópu allrar.
Síðan 1963 hafa bönd þjóða okkar vaxið og dafnað á öllum sviðum: stjórnmálum, öryggis- og efnahagsmálum, ungmennaskiptum og menningartengslum.
Á öllum stigum
Samskiptin eiga sér stað á öllum stigum: skólar okkar hafa t.d. sameiginlegt próf, sambærilegt menntaskólapróf, AbiBac-prófið, sem tryggir að stúdentar tala tungumál hins landsins. Við höfum m.a.s. sameiginlega námsbók í sögu, með sama efni og sömu uppsetningu, um sögu Evrópu frá fornöld til nútímans. Héruð okkar og bæjarfélög eru tengd saman með 2.200 vinabæjartengslum, sem er ein besta leiðin til að styrkja sambandið milli einstaklinga.
Á efnahagslega sviðinu eru þó nokkrir snertipunktar. Sem dæmi hittast, á hverju ári, um það bil 50 forstjórar fyrirtækja á sameiginlegum fundum í borginni Evian, til að ræða málefni sem snerta bæði löndin og til að styrkja tengslin.
Samvinnan nær á hæstu stig: ríkisstjórnir landanna eiga sameiginlegt ráð þýskra og franskra ráðherra, þar sem forseti Frakklands og kanslari Þýskalands hafa haft forsæti tvisvar á ári síðan 2003. Þetta er tækifæri fyrir ráðamenn beggja landa til að skiptast á skoðunum og bera saman stefnu sína.
Élysée-samningurinn ruddi brautina fyrir uppbyggingu Evrópu eins og hún leggur sig, en lagði einnig línurnar í tvíhliða samvinnu og setti markmið fyrir áratugina fram undan. De Gaulle og Adenauer voru framsýnir og lögðu áherslu á að byggja upp traust og brúa bilið milli ungu kynslóðarinnar í báðum löndunum.
Angela Merkel kanslari og Francois Hollande forseti munu hittast í dag, ásamt þingmönnum og ráðherrum beggja landa, til að fagna þessum merka degi og halda upp á vináttu Frakklands og Þýskalands. Í september á síðasta ári ýttu leiðtogarnir úr vör sameiginlegu ári Þýskalands og Frakklands, sem skartar mörgum litríkum viðburðum og nær hápunkti í 50 ára afmæli Fransk-þýsku ungmennaskrifstofunnar (frekari upplýsingar á www.elysee50.de og www.elysee50.fr).
Af þessu sérstaka tilefni viljum við gera hátt undir höfði styrk og dýpt sambands Frakklands og Þýskalands. Söguleg mynd kemur oft upp í hugann í þessu samhengi: franski forsetinn Francois Mitterand og þýski kanslarinn Helmut Kohl, standandi hönd í hönd, 22. september 1984 í Douaumont, nálægt Verdun, 70 árum eftir upphaf fyrri heimsstyrjaldarinnar.
Þýskaland og Frakkland eru stofnmeðlimir Evrópusambandsins. Á síðustu mánuðum höfum við unnið saman, ásamt öðrum Evrópulöndum, við að koma á markvissum aðgerðum til að yfirstíga erfiðleika evrunnar, þannig að lönd sem eiga í erfiðleikum geti minnkað halla sinn. Að auki voru Frakkland og Þýskaland í fremstu línu þegar kom að samþykkt aðgerða til að koma hagvexti, fjárfestingu og atvinnulífi aftur af stað, sem og að gera Evrópulöndin samkeppnishæfari.
Skoðun

Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum
Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar

Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá
Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

„Oft er flagð undir fögru skinni“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Orðhengilsháttur og lygar
Elín Erna Steinarsdóttir skrifar

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Gagnsæi og inntak
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Sumargjöf
Þórunn Sigurðardóttir skrifar

Hannað fyrir miklu stærri markaði
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Grafarvogur framtíðar verður til
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja
Sigurjón Þórðarson skrifar

Menntastefna 2030
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands
Uggi Jónsson skrifar

Ferðamannaþorpin - Náttúruvá
Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar

Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun
Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar

Laxaharmleikur
Jóhannes Sturlaugsson skrifar

Lýðræðið í skötulíki!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!)
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin
Margrét Gísladóttir skrifar

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar

Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi
Auður Guðmundsdóttir skrifar

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar

Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins
Helga Vala Helgadóttir skrifar

Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi
Ingólfur Ásgeirsson skrifar