Innlent

Veita leyfi fyrir þyrluskíðafólk

Jökull Bergmann
Jökull Bergmann
Íþróttaráð Akureyrar hefur samþykkt að félagið Bergmenn fái leyfi til að gera tilraun með sölu og markaðssetningu þyrluskíðaferða frá skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli. Skilyrði er að Bergmenn vinni þetta verkefni í fullu samráði við forstöðumann Hlíðarfjalls. Fyrirtækið hefur áður boðið upp á þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga. Stofnandi Bergmanna er Jökull Bergmann fjallaleiðsögumaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×