Innlent

Fastaskrifstofa Norðurskautsráðsins verður í Tromsø

Espen Barth Eide utanríkisráðherra Noregs og Magnús Jóhannesson, nýr framkvæmdastjóri fastaskrifstofu Norðurskautsráðsins hafa undirritað samkomulag um stofnun fastaskrifstofunnar í Tromsø í Noregi.

Norðurlöndin ásamt Bandaríkjunum, Kanada og Rússlandi eru aðilar að Norðurskautsráðinu sem var stofnað 1996.

Skrifstofan mun sinna upplýsingagjöf, skipulagningu funda og samhæfingu fyrir ráðið og vísindalega starfshópa þess, að því er segir á vefsíðu stjórnarráðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×