Innlent

Vegagerðin varar við blæðingum í slitlagi

Vegagerðin varar við svonefndum blæðingum í slitlagi á hringveginum, einkum á lögnum kafla vestan við Blönduós.

Vegagerðin kann engar skýringar á þessu fyrirbæri að vetrarlagi en blæðinga verður af og til vart á sumrin í miklum hitum.

Á heimasíðu Vegagerðarinnar segir að þetta þarfnist skoðunar og rannsóknar. Líkleg skýring er þó að hér sé um samspil að ræða því undanfarið hefur skipst á þýða og frost, mikið hefur verið saltað og sandað og loks kunna nagladekkin svo að eiga sinn þátt í því að yfirborð veganna breytist í einhverskonar tjörudrullu sem veðst upp á bíla og veldur skemmdum á þeim.

Þá sest drullan í dekkin þannig að þau missa eðlilegt grip. Lögreglan á Blönduósi varð að aðstoða nokkra vegfarendur í gærkvöldi vegna þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×