Innlent

Mikið af hnúfubak á loðnumiðunum

Mikið er nú af hnúfubak á loðnumiðunum austur af landinu, að því er Guðlaugur Jónsson skipstjóri á Ingunni AK segir á heimasíðu HB-Granda.

Hann á allt eins von á að hann elti loðnuna alveg suður fyrir land að þessu sinni vegna hlýinda í hafinu.

Veiðin gegnur þokkalega vel og sömu sögu er að segja af norsku loðnuskipunum. Þrjú þeirra eru nú á heimleið með fullfermi og eru þá að minnsta kosti tíu norsk skip búin að fá fullfermi frá því að fyrstu skipin komu hingað á miðin fyfir helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×