Innlent

Ákærðir fyrir kappakstur

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Mennirnir óku á 30 til 40 kílómetrum yfir leyfilegum hámarkshraða um neðra Breiðholt.
Mennirnir óku á 30 til 40 kílómetrum yfir leyfilegum hámarkshraða um neðra Breiðholt. Mynd/SK
Tveir karlmenn um tvítugt hafa verið ákærðir fyrir glæfraakstur í neðra Breiðholti að kvöldi 23. ágúst 2011. Mennirnir eru ákærðir fyrir að aka bifreiðum sínum á 60 til 70 kílómetra hraða á klukkustund þar sem leyfilegur hámarkshraði var 30 kílómetrar á klukkustund.

Þá var annarri bifreiðinni ekið á vinstri akrein gegn akstursstefnu samsíða hinni bifreiðinni. Ekið var framhjá þremur fjölförnum gatnamótum án þess að sýna sérstaka aðgát. Önnur bifreiðanna lenti þá á kantsteini á gatnamótum Arnarbakka og Fálkabakka, fór á vinstri hliðina og skall á ljósastaur. Ökumaður hennar mældist með fíkniefni í blóði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×