Enski boltinn

Van Ginkel verður að fá að spila hjá Chelsea

Marco van Ginkel.
Marco van Ginkel.
Marc Overmars, íþróttastjóri Ajax og fyrrum landsliðsmaður Hollands, er svekktur yfir að hafa misst af Marco van Ginkel til Chelsea og óttast að það muni hafa slæm áhrif á feril leikmannsins.

"Ég veit ekki hvort það sé of snemmt fyrir hann að fara til Chelsea en ef hann hefði komið til okkar hefði hann spilað mikið og fengið reynslu í Meistaradeildinni," sagði Overmars.

Hinn tvítugi Van Ginkel var kosinn efnilegasti leikmaður Hollands á síðasta tímabili en hann fór þá á kostum með liði Vitesse Arnhem.

Overmars vann Meistaradeildina með Ajax á sínum tíma sem og tvennuna með Arsenal árið 1998.

"Við gátum ekki rætt við leikmanninn því Chelsea er í samstarfi við Vitesse. Þessi strákur verður að fá mínútur á vellinum til þess að hann geti tekið framförum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×