Enski boltinn

Anelka vill enda ferilinn hjá WBA

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nicolas Anelka
Nicolas Anelka Mynd / Getty Images
Knattspyrnumaðurinn Nicolas Anelka samdi við enska knattspyrnuliðið West Bromwich Albion í gær en framherjinn gerði eins árs samning við liðið.

Steve Clarke, knattspyrnustjóri WBA, hefur áður unnið með Frakkanum en þeir voru báðir hjá Chelsea á sínum tíma þegar Clarke var í þjálfarateymi liðsins og Anelka leikmaður.

Þessi 34 ára leikmaður hefur leikið fyrir fjöldan allan af liðum en telur að ferillinn endi hjá WBA.

„Ég held að ferillinn klárist hér, mér líður vel á Englandi,“ sagði Anelka við enska blaðamenn.

„Það væri gaman að leggja skóna á hilluna hjá þessu félagi og vonandi koma liðinu í hærri styrkleikaflokk, ég sé fyrir mér jafnvel Evrópusæti.“

„Þegar ég ræddi við knattspyrnustjórann [Steve  Clarke] þá tjáði hann mér að liðið ætli sér að bæta árangurinn frá því á síðustu leiktíð umtalsvert. Mér leist strax vel á markmiðin og var tilbúinn til þess að hjálpa.“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×