Enski boltinn

Rodgers: Það þurfa allir samkeppni, líka markverðir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Simon Mignolet
Simon Mignolet Mynd / Getty Images
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, fékk markvörðinn  Simon Mignolet til liðsins til að veita Pepe Reina, núverandi markverði Liverpool, ákveðna samkeppni um stöðuna.

Reina hefur verið orðaður við brottför frá félaginu í sumar en Spánverjinn hefur átt betri tímabil en hann sýndi á því síðasta.

„Mér hefur alltaf þótt það mikilvægt að það sé samkeppni um allar stöður og það á einnig við um markmannsstöðuna,“ sagði Rodgers.

„Ég ræddi þetta við Pepe [Reina] fyrir nokkrum mánuðum og sagði honum að ég ætlaði mér að fá annan markvörð til liðsins sem myndi veita honum alvöru samkeppni. Ég var bara hreinskilinn og talaði tæpitungulaust.“

„Pepe hefur verið frábær fyrir okkur síðan hann kom til félagsins en það er hollt fyrir alla að vera með samkeppni.“

„Simon [Mignolet] kemur með mikil gæði í liðið okkar og því verða markverðir liðsins allir að vera á tánum.“

„Hann er einn af bestu ungu markvörðum Evrópu þessa stundina og hefur sýnt það hjá Sunderland.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×