Innlent

Númer klippt af átta bifreiðum

Lögreglan á Suðurnesjum hefur á undanförnum dögum klippt númer af átta bifreiðum. Fimm þeirra höfðu ekki verið færðar til aðalskoðunar á tilsettum tíma og þrjár til viðbótar voru bæði óskoðaðar og ótryggðar.

Þá hafði lögregla afskipti af ökumanni sem ók með filmur í fremri hliðarrúðum bifreiðar sinnar. Ökuréttindi hans voru að auki útrunnin. Annar ökumaður ók einnig án þess að hafa endurnýjað ökuréttindi sín




Fleiri fréttir

Sjá meira


×