Innlent

Líkamsárás og innbrot í Vesturborginni

Maður var barinn harkalega þegar hann kom heim til sín í Vesturborginni í gærkvöldi. Þegar hann opnaði útidyrnar kom óþekktur maður á móti honum og réðst umsvifalaust á hann með barsmíðum, en á meðan á því stóð, skaust annar óþekktur maður út úr íbúðinni og hinn fylgdi þá á eftir.

Árásarmennirnir eru ófundnir, en þeir virðast ekki hafa haft ráðrúm til að stela neinum verðmætum.

Á ellefta tímanum í gærkvöldi réðust svo tveir menn á mann, sem var á ferð við smábátahöfnina í Kópavogi og börðu hann. Hann hlaut meðal annars skurð á höku, en árásarmennirnir komust undan og eru ófundnir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×