Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Gerthu Germain sem fór að heiman frá sér í Breiðholti um miðjan dag í gær, 6. febrúar, og hefur ekkert til hennar spurst síðan.
Gertha er 65 ára, klædd í mjög síða mosagræna ullarkápu með hettu og í „camoflass" lituðum gúmmískóm. Hún er um 165 sm á hæð.
Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um ferðir Gerthu eftir kl. 15:00 í gærdag eru beðnir að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444 1000.
Lýst eftir Gerthu Germain
