Myndin mun ekki gera lítið úr WikiLeaks Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. janúar 2013 14:52 Nordicphotos/AFP „Ég hef reynt að gera mitt besta til þess að tryggja að þetta verði ekki and-WikiLeaks-mynd," segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar um fyrirhugaða kvikmynd um vefsíðuna WikiLeaks og forsvarsmann hennar, Julian Assange. Birgitta segist hafa samþykkt að veita ráðgjöf við kvikmyndina til þess að eiga tækifæri á að koma skoðun sinni á framfæri og tryggja að staðreyndir málsins væru réttar. „Mér þykir mjög vænt um það WikiLeaks sem ég var hluti af og þau verk sem áttu sér stað," segir Birgitta. Kristni Hrafnssyni, talsmanni WikiLeaks, líst illa á fyrirhugaða kvikmynd líkt og fjallað var um á Vísi fyrr í dag. Birgitta segir Kristin þó líklega byggja skoðun sína á fyrsta uppkasti að myndinni. „The Man Who Sold The World" hafi til að mynda verið vinnuheiti myndarinnar á þeim tíma en sé það ekki lengur. Birgitta segist aðallega hafa veitt ráðgjöf vegna birtingu myndbandsins „Collateral Murder" sem bandaríski hermaðurinn Bradley Manning kom í hendur WikiLeaks. „Ég þurfti að miðla réttum upplýsingum um hvað átti sér stað þegar við vorum að undirbúa það (myndbandið). Ég hef eytt gríðarlega miklum tíma í að reyna að tryggja að hlutur Julians (Assange) sé ekki í ójafnvægi við hans verk," segir Birgitta. Hún segist hafa verið lengi á fótum við ráðgjöf á myndinni undanfarna daga vegna tímamismunarins á Íslandi og Bandaríkjunum. Birgitta telur að Benedict Cumberbatch, sem mun leika Assange í myndinni, verði afar góður í hlutverki Assange. „Ég hef lagt mikla vinnu í að hlutirnir séu, miðað við Hollywood, eins réttir og þeir geta verið. Ég veit að bæði handritshöfundurinn og leikstjórinn eru miklir aðdáendur WikiLeaks. Það kæmi mér ekki á óvart ef Benedikt Cumberbatch væri það líka," segir Birgitta sem hefur séð enska leikarann í BBC-þáttunum um Sherlock Holmes. Tengdar fréttir Útkoman týpísk Hollywood-steypa "Ég hef heyrt ávæning af handritinu og það hefur ekki verið til þess að auka bjartsýni mína um að þarna sé vel farið með. Ég treysti Hollywood ekki sérstaklega vel til þess að vera skrásetjari sögunnar," segir Kristinn Hrafnsson talsmaður WikiLeaks. 15. janúar 2013 12:59 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
„Ég hef reynt að gera mitt besta til þess að tryggja að þetta verði ekki and-WikiLeaks-mynd," segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar um fyrirhugaða kvikmynd um vefsíðuna WikiLeaks og forsvarsmann hennar, Julian Assange. Birgitta segist hafa samþykkt að veita ráðgjöf við kvikmyndina til þess að eiga tækifæri á að koma skoðun sinni á framfæri og tryggja að staðreyndir málsins væru réttar. „Mér þykir mjög vænt um það WikiLeaks sem ég var hluti af og þau verk sem áttu sér stað," segir Birgitta. Kristni Hrafnssyni, talsmanni WikiLeaks, líst illa á fyrirhugaða kvikmynd líkt og fjallað var um á Vísi fyrr í dag. Birgitta segir Kristin þó líklega byggja skoðun sína á fyrsta uppkasti að myndinni. „The Man Who Sold The World" hafi til að mynda verið vinnuheiti myndarinnar á þeim tíma en sé það ekki lengur. Birgitta segist aðallega hafa veitt ráðgjöf vegna birtingu myndbandsins „Collateral Murder" sem bandaríski hermaðurinn Bradley Manning kom í hendur WikiLeaks. „Ég þurfti að miðla réttum upplýsingum um hvað átti sér stað þegar við vorum að undirbúa það (myndbandið). Ég hef eytt gríðarlega miklum tíma í að reyna að tryggja að hlutur Julians (Assange) sé ekki í ójafnvægi við hans verk," segir Birgitta. Hún segist hafa verið lengi á fótum við ráðgjöf á myndinni undanfarna daga vegna tímamismunarins á Íslandi og Bandaríkjunum. Birgitta telur að Benedict Cumberbatch, sem mun leika Assange í myndinni, verði afar góður í hlutverki Assange. „Ég hef lagt mikla vinnu í að hlutirnir séu, miðað við Hollywood, eins réttir og þeir geta verið. Ég veit að bæði handritshöfundurinn og leikstjórinn eru miklir aðdáendur WikiLeaks. Það kæmi mér ekki á óvart ef Benedikt Cumberbatch væri það líka," segir Birgitta sem hefur séð enska leikarann í BBC-þáttunum um Sherlock Holmes.
Tengdar fréttir Útkoman týpísk Hollywood-steypa "Ég hef heyrt ávæning af handritinu og það hefur ekki verið til þess að auka bjartsýni mína um að þarna sé vel farið með. Ég treysti Hollywood ekki sérstaklega vel til þess að vera skrásetjari sögunnar," segir Kristinn Hrafnsson talsmaður WikiLeaks. 15. janúar 2013 12:59 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Útkoman týpísk Hollywood-steypa "Ég hef heyrt ávæning af handritinu og það hefur ekki verið til þess að auka bjartsýni mína um að þarna sé vel farið með. Ég treysti Hollywood ekki sérstaklega vel til þess að vera skrásetjari sögunnar," segir Kristinn Hrafnsson talsmaður WikiLeaks. 15. janúar 2013 12:59