Getur ekki rekið brotajárnsvinnslu án rafmagns Stígur Helgason skrifar 27. júní 2013 07:30 Brotajárnsvinnslan Fura við Hringhellu í Hafnarfirði verður kannski rafmagnslaus á næstunni ef dómstólar ákveða að Orkustofnun skuli klippa á heimtaugina. Fréttablaðið/Arnþór „Mér finnst helvíti hart ef Alþingi getur sett lög og tekið eigur manna og menn eigi bara að brosa og smæla,“ segir Haraldur Þór Ólason, fyrrverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, sem rekur þar brotajárnsvinnsluna Furu og hefur nú stefnt hinu opinbera vegna nýrra raforkulaga frá árinu 2004. Haraldur segir málið eiga rætur að rekja til loka níunda áratugar síðustu aldar, þegar hann keypti þrotabú Íslensku stálsmiðjunnar í Hafnarfirði. Í þeim kaupum hafi fylgt spennustöð og tuttugu megavatta heimtaug úr Hamranesi beint inn á dreifikerfið sem nú er í eigu Landsnets. Þá tengingu hefur Haraldur notað í brotajárnsvinnslu sína síðan. „Árið 2004 setti Alþingi svo ný raforkulög sem sögðu að það væri engum heimilt að vera tengdur beint inn á Landsnet nema hann væri stórnotandi,“ segir Haraldur. Það hafi hann ekki verið og því hafi Orkustofnun ætlað að rjúfa tenginguna. „Ég mótmælti, taldi að þetta væri eignaupptaka,“ segir hann. Síðan hafi hann staðið í stappi við yfirvöld, fyrst gegnum iðnaðarráðuneytið og nú fyrir dómstólum eftir að hann stefndi Orkustofnun, fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Landsneti til ógildingar þeirri ákvörðun Orkustofnunar að klippa skyldi á taugina.Haraldur ætlar ekki að taka því þegjandi og hljóðalaust að missa tenginguna við dreifikerfi Landsnets.„Við viljum halda þessari tengingu þarna. Við erum með stóra lóð og þetta eykur verðmæti hennar, og ef það er ekki hægt þá viljum við að það komi einhverjar bætur til,“ segir Haraldur. „Alþingi getur sett lög en það getur ekki sett lög afturvirkt. Ég var búinn að eiga þessa heimtaug og nota hana í fjórtán ár þegar Alþingi setti lögin.“ Haraldur segir að ef honum yrði gert að tengja sig inn á dreifikerfi HS Orku þá mundi það kosta hann 30 til 40 milljónir. „Skilaboðin til mín eru að ég eigi bara að borga þetta sjálfur og sjá um þetta.“ Það geti hann hins vegar ekki sætt sig við. „Það er ansi hart að þurfa að standa í svona slag vegna þess að einhverjum embættismanninum dettur eitthvað í hug,“ segir Haraldur. Mál hans var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
„Mér finnst helvíti hart ef Alþingi getur sett lög og tekið eigur manna og menn eigi bara að brosa og smæla,“ segir Haraldur Þór Ólason, fyrrverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, sem rekur þar brotajárnsvinnsluna Furu og hefur nú stefnt hinu opinbera vegna nýrra raforkulaga frá árinu 2004. Haraldur segir málið eiga rætur að rekja til loka níunda áratugar síðustu aldar, þegar hann keypti þrotabú Íslensku stálsmiðjunnar í Hafnarfirði. Í þeim kaupum hafi fylgt spennustöð og tuttugu megavatta heimtaug úr Hamranesi beint inn á dreifikerfið sem nú er í eigu Landsnets. Þá tengingu hefur Haraldur notað í brotajárnsvinnslu sína síðan. „Árið 2004 setti Alþingi svo ný raforkulög sem sögðu að það væri engum heimilt að vera tengdur beint inn á Landsnet nema hann væri stórnotandi,“ segir Haraldur. Það hafi hann ekki verið og því hafi Orkustofnun ætlað að rjúfa tenginguna. „Ég mótmælti, taldi að þetta væri eignaupptaka,“ segir hann. Síðan hafi hann staðið í stappi við yfirvöld, fyrst gegnum iðnaðarráðuneytið og nú fyrir dómstólum eftir að hann stefndi Orkustofnun, fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Landsneti til ógildingar þeirri ákvörðun Orkustofnunar að klippa skyldi á taugina.Haraldur ætlar ekki að taka því þegjandi og hljóðalaust að missa tenginguna við dreifikerfi Landsnets.„Við viljum halda þessari tengingu þarna. Við erum með stóra lóð og þetta eykur verðmæti hennar, og ef það er ekki hægt þá viljum við að það komi einhverjar bætur til,“ segir Haraldur. „Alþingi getur sett lög en það getur ekki sett lög afturvirkt. Ég var búinn að eiga þessa heimtaug og nota hana í fjórtán ár þegar Alþingi setti lögin.“ Haraldur segir að ef honum yrði gert að tengja sig inn á dreifikerfi HS Orku þá mundi það kosta hann 30 til 40 milljónir. „Skilaboðin til mín eru að ég eigi bara að borga þetta sjálfur og sjá um þetta.“ Það geti hann hins vegar ekki sætt sig við. „Það er ansi hart að þurfa að standa í svona slag vegna þess að einhverjum embættismanninum dettur eitthvað í hug,“ segir Haraldur. Mál hans var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira