Að blekkja með línuritum Sverrir Agnarsson skrifar 27. júní 2013 14:34 Morgunblaðið birti í fyrradag línurit sem þeir kalla “rannsókn” unna af Pipar TPWA um áskriftarfjölda Stöðvar 2 og Skjás Eins. Línuritið er í raun engin rannsókn því það tekur u.þ.b. 2 mín að fá sama graf út úr neyslukönnun Capacent sem var þeirra heimild. Aðalatriðið er þó að þessi niðurstaða Pipar TPWA byggir á meingallaðri aðferðafræði og er í engu samræmi við veruleikann. PiparTBWA tekur ekki tillit til tímasetningu þeirra kannana sem þeir eru að túlka, en en öll fjölmiðlaneysla er árstíðabundin og tímasetningar fjölmiðlakannana því mikilvægar. Það er lítið vit í að bera sjóvarpsáhorf um jólin saman við áhorf um verslunarmannahelgi nema til að staðfesta það sem allir vita að það er meira horft um jólin. Línuritið frá Pipar TPWA er byggt á könnunum sem gerðar eru á mismunandi tímapunktum öll árin en Stöð 2 hefur meiri árstíðarsveiflur í sinni áskriftarsölu en Skjár Einn. Samkvæmt upplýsingum frá Capacent um tímasetningar þessara kannananna síðustu þrjú árin er endapunktinn í grafinu, sem er áskriftarmengið í maí/jún 2013, borin saman við jólamengið í des/jan árið 2011, páskamengið árið 2012 og svo kemur endapunkturinn maí/ júní 2011 sem áður var nefndur. Auðvitað sýnir línurit svona uppbyggt ýkta niðursveiflu hjá sjónvarpsstöð sem samkvæmt hefð á fjölmörgum íslenskum heimilum selur flestar áskriftir um jólin, næst mest um páskanna og minnst sumrin. Væri hægt að fullyrða að það sé samdráttur í verslun í Kringlunni út frá könnunum sem væru gerðar um jólin fyrsta árið, páskanna það næsta og í byrjun júní síðast viðmiðunarárið? Það er erfitt að vita með vissu hver áskriftarfjöldi Stöðvar 2 eða Skjás eins er á hverjum tíma, stöðvarnar vita það einfaldlega ekki sjálfar vegna þess að fjöldi áskrifta segir ekki til um hversu margir eru á bak við áskriftirnar, það ræðst af fjölda þeirra sem búa á áskriftarheimilunum sem er óþekktur og síbreytilegur fjöldi. En það eru til betri gögn og betri aðferð til að meta áskriftarfjölda því Capacent gerir líka rafrænar áhorfskannanir sem byggjast á “panel” sem í eru allir fjölskyldumeðlimir (12-80 ára) þeirra heimila sem taka þátt í könnuninni. Þessi panell er uppfærður oft á ári þannig að hann sé í samræmi við raunverulegan fjölda þeirra heimila sem eru með áskrift að sjónvarpsstöðvum. Rafrænu gögnin hafa þann kost ef meta á áskriftarfjölda, að hann skráir áhorf allra fjölskyldumeðlima og þanng að við getum sé hversu margir áskrifendur í þúsundum eru að horfa á hverri mínútu og hægt era ð bera saman fjöldan á sömu árstímum. Það hlýtur að teljast varlega áætlað að áskrifandi að sjónvarpsstöð , Stöð 2 eða Skjá einum, horfi a.m.k. 5 mín á sína stöð einhvertíma í vikunni og ef fjöldi áskrifenda er metinn með þeirri aðferð er útkoman eins og í þessu línuriti. Þetta er miklu raunhæfara mat á fjölda áskrifenda því áskriftarheimilum Stöðvar 2 fækkaði eðlilega eftir hrun en náði botninum 2010 en 2011-2013 hefur sá fjöldi sem býr á heimilum með áskrit staðið stað eins og á Skjá einum.Höfundur starfar hjá 365 við fjölmiðlarannsóknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Morgunblaðið birti í fyrradag línurit sem þeir kalla “rannsókn” unna af Pipar TPWA um áskriftarfjölda Stöðvar 2 og Skjás Eins. Línuritið er í raun engin rannsókn því það tekur u.þ.b. 2 mín að fá sama graf út úr neyslukönnun Capacent sem var þeirra heimild. Aðalatriðið er þó að þessi niðurstaða Pipar TPWA byggir á meingallaðri aðferðafræði og er í engu samræmi við veruleikann. PiparTBWA tekur ekki tillit til tímasetningu þeirra kannana sem þeir eru að túlka, en en öll fjölmiðlaneysla er árstíðabundin og tímasetningar fjölmiðlakannana því mikilvægar. Það er lítið vit í að bera sjóvarpsáhorf um jólin saman við áhorf um verslunarmannahelgi nema til að staðfesta það sem allir vita að það er meira horft um jólin. Línuritið frá Pipar TPWA er byggt á könnunum sem gerðar eru á mismunandi tímapunktum öll árin en Stöð 2 hefur meiri árstíðarsveiflur í sinni áskriftarsölu en Skjár Einn. Samkvæmt upplýsingum frá Capacent um tímasetningar þessara kannananna síðustu þrjú árin er endapunktinn í grafinu, sem er áskriftarmengið í maí/jún 2013, borin saman við jólamengið í des/jan árið 2011, páskamengið árið 2012 og svo kemur endapunkturinn maí/ júní 2011 sem áður var nefndur. Auðvitað sýnir línurit svona uppbyggt ýkta niðursveiflu hjá sjónvarpsstöð sem samkvæmt hefð á fjölmörgum íslenskum heimilum selur flestar áskriftir um jólin, næst mest um páskanna og minnst sumrin. Væri hægt að fullyrða að það sé samdráttur í verslun í Kringlunni út frá könnunum sem væru gerðar um jólin fyrsta árið, páskanna það næsta og í byrjun júní síðast viðmiðunarárið? Það er erfitt að vita með vissu hver áskriftarfjöldi Stöðvar 2 eða Skjás eins er á hverjum tíma, stöðvarnar vita það einfaldlega ekki sjálfar vegna þess að fjöldi áskrifta segir ekki til um hversu margir eru á bak við áskriftirnar, það ræðst af fjölda þeirra sem búa á áskriftarheimilunum sem er óþekktur og síbreytilegur fjöldi. En það eru til betri gögn og betri aðferð til að meta áskriftarfjölda því Capacent gerir líka rafrænar áhorfskannanir sem byggjast á “panel” sem í eru allir fjölskyldumeðlimir (12-80 ára) þeirra heimila sem taka þátt í könnuninni. Þessi panell er uppfærður oft á ári þannig að hann sé í samræmi við raunverulegan fjölda þeirra heimila sem eru með áskrift að sjónvarpsstöðvum. Rafrænu gögnin hafa þann kost ef meta á áskriftarfjölda, að hann skráir áhorf allra fjölskyldumeðlima og þanng að við getum sé hversu margir áskrifendur í þúsundum eru að horfa á hverri mínútu og hægt era ð bera saman fjöldan á sömu árstímum. Það hlýtur að teljast varlega áætlað að áskrifandi að sjónvarpsstöð , Stöð 2 eða Skjá einum, horfi a.m.k. 5 mín á sína stöð einhvertíma í vikunni og ef fjöldi áskrifenda er metinn með þeirri aðferð er útkoman eins og í þessu línuriti. Þetta er miklu raunhæfara mat á fjölda áskrifenda því áskriftarheimilum Stöðvar 2 fækkaði eðlilega eftir hrun en náði botninum 2010 en 2011-2013 hefur sá fjöldi sem býr á heimilum með áskrit staðið stað eins og á Skjá einum.Höfundur starfar hjá 365 við fjölmiðlarannsóknir.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun