Að blekkja með línuritum Sverrir Agnarsson skrifar 27. júní 2013 14:34 Morgunblaðið birti í fyrradag línurit sem þeir kalla “rannsókn” unna af Pipar TPWA um áskriftarfjölda Stöðvar 2 og Skjás Eins. Línuritið er í raun engin rannsókn því það tekur u.þ.b. 2 mín að fá sama graf út úr neyslukönnun Capacent sem var þeirra heimild. Aðalatriðið er þó að þessi niðurstaða Pipar TPWA byggir á meingallaðri aðferðafræði og er í engu samræmi við veruleikann. PiparTBWA tekur ekki tillit til tímasetningu þeirra kannana sem þeir eru að túlka, en en öll fjölmiðlaneysla er árstíðabundin og tímasetningar fjölmiðlakannana því mikilvægar. Það er lítið vit í að bera sjóvarpsáhorf um jólin saman við áhorf um verslunarmannahelgi nema til að staðfesta það sem allir vita að það er meira horft um jólin. Línuritið frá Pipar TPWA er byggt á könnunum sem gerðar eru á mismunandi tímapunktum öll árin en Stöð 2 hefur meiri árstíðarsveiflur í sinni áskriftarsölu en Skjár Einn. Samkvæmt upplýsingum frá Capacent um tímasetningar þessara kannananna síðustu þrjú árin er endapunktinn í grafinu, sem er áskriftarmengið í maí/jún 2013, borin saman við jólamengið í des/jan árið 2011, páskamengið árið 2012 og svo kemur endapunkturinn maí/ júní 2011 sem áður var nefndur. Auðvitað sýnir línurit svona uppbyggt ýkta niðursveiflu hjá sjónvarpsstöð sem samkvæmt hefð á fjölmörgum íslenskum heimilum selur flestar áskriftir um jólin, næst mest um páskanna og minnst sumrin. Væri hægt að fullyrða að það sé samdráttur í verslun í Kringlunni út frá könnunum sem væru gerðar um jólin fyrsta árið, páskanna það næsta og í byrjun júní síðast viðmiðunarárið? Það er erfitt að vita með vissu hver áskriftarfjöldi Stöðvar 2 eða Skjás eins er á hverjum tíma, stöðvarnar vita það einfaldlega ekki sjálfar vegna þess að fjöldi áskrifta segir ekki til um hversu margir eru á bak við áskriftirnar, það ræðst af fjölda þeirra sem búa á áskriftarheimilunum sem er óþekktur og síbreytilegur fjöldi. En það eru til betri gögn og betri aðferð til að meta áskriftarfjölda því Capacent gerir líka rafrænar áhorfskannanir sem byggjast á “panel” sem í eru allir fjölskyldumeðlimir (12-80 ára) þeirra heimila sem taka þátt í könnuninni. Þessi panell er uppfærður oft á ári þannig að hann sé í samræmi við raunverulegan fjölda þeirra heimila sem eru með áskrift að sjónvarpsstöðvum. Rafrænu gögnin hafa þann kost ef meta á áskriftarfjölda, að hann skráir áhorf allra fjölskyldumeðlima og þanng að við getum sé hversu margir áskrifendur í þúsundum eru að horfa á hverri mínútu og hægt era ð bera saman fjöldan á sömu árstímum. Það hlýtur að teljast varlega áætlað að áskrifandi að sjónvarpsstöð , Stöð 2 eða Skjá einum, horfi a.m.k. 5 mín á sína stöð einhvertíma í vikunni og ef fjöldi áskrifenda er metinn með þeirri aðferð er útkoman eins og í þessu línuriti. Þetta er miklu raunhæfara mat á fjölda áskrifenda því áskriftarheimilum Stöðvar 2 fækkaði eðlilega eftir hrun en náði botninum 2010 en 2011-2013 hefur sá fjöldi sem býr á heimilum með áskrit staðið stað eins og á Skjá einum.Höfundur starfar hjá 365 við fjölmiðlarannsóknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Morgunblaðið birti í fyrradag línurit sem þeir kalla “rannsókn” unna af Pipar TPWA um áskriftarfjölda Stöðvar 2 og Skjás Eins. Línuritið er í raun engin rannsókn því það tekur u.þ.b. 2 mín að fá sama graf út úr neyslukönnun Capacent sem var þeirra heimild. Aðalatriðið er þó að þessi niðurstaða Pipar TPWA byggir á meingallaðri aðferðafræði og er í engu samræmi við veruleikann. PiparTBWA tekur ekki tillit til tímasetningu þeirra kannana sem þeir eru að túlka, en en öll fjölmiðlaneysla er árstíðabundin og tímasetningar fjölmiðlakannana því mikilvægar. Það er lítið vit í að bera sjóvarpsáhorf um jólin saman við áhorf um verslunarmannahelgi nema til að staðfesta það sem allir vita að það er meira horft um jólin. Línuritið frá Pipar TPWA er byggt á könnunum sem gerðar eru á mismunandi tímapunktum öll árin en Stöð 2 hefur meiri árstíðarsveiflur í sinni áskriftarsölu en Skjár Einn. Samkvæmt upplýsingum frá Capacent um tímasetningar þessara kannananna síðustu þrjú árin er endapunktinn í grafinu, sem er áskriftarmengið í maí/jún 2013, borin saman við jólamengið í des/jan árið 2011, páskamengið árið 2012 og svo kemur endapunkturinn maí/ júní 2011 sem áður var nefndur. Auðvitað sýnir línurit svona uppbyggt ýkta niðursveiflu hjá sjónvarpsstöð sem samkvæmt hefð á fjölmörgum íslenskum heimilum selur flestar áskriftir um jólin, næst mest um páskanna og minnst sumrin. Væri hægt að fullyrða að það sé samdráttur í verslun í Kringlunni út frá könnunum sem væru gerðar um jólin fyrsta árið, páskanna það næsta og í byrjun júní síðast viðmiðunarárið? Það er erfitt að vita með vissu hver áskriftarfjöldi Stöðvar 2 eða Skjás eins er á hverjum tíma, stöðvarnar vita það einfaldlega ekki sjálfar vegna þess að fjöldi áskrifta segir ekki til um hversu margir eru á bak við áskriftirnar, það ræðst af fjölda þeirra sem búa á áskriftarheimilunum sem er óþekktur og síbreytilegur fjöldi. En það eru til betri gögn og betri aðferð til að meta áskriftarfjölda því Capacent gerir líka rafrænar áhorfskannanir sem byggjast á “panel” sem í eru allir fjölskyldumeðlimir (12-80 ára) þeirra heimila sem taka þátt í könnuninni. Þessi panell er uppfærður oft á ári þannig að hann sé í samræmi við raunverulegan fjölda þeirra heimila sem eru með áskrift að sjónvarpsstöðvum. Rafrænu gögnin hafa þann kost ef meta á áskriftarfjölda, að hann skráir áhorf allra fjölskyldumeðlima og þanng að við getum sé hversu margir áskrifendur í þúsundum eru að horfa á hverri mínútu og hægt era ð bera saman fjöldan á sömu árstímum. Það hlýtur að teljast varlega áætlað að áskrifandi að sjónvarpsstöð , Stöð 2 eða Skjá einum, horfi a.m.k. 5 mín á sína stöð einhvertíma í vikunni og ef fjöldi áskrifenda er metinn með þeirri aðferð er útkoman eins og í þessu línuriti. Þetta er miklu raunhæfara mat á fjölda áskrifenda því áskriftarheimilum Stöðvar 2 fækkaði eðlilega eftir hrun en náði botninum 2010 en 2011-2013 hefur sá fjöldi sem býr á heimilum með áskrit staðið stað eins og á Skjá einum.Höfundur starfar hjá 365 við fjölmiðlarannsóknir.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun