Enski boltinn

Danny Simpson farinn til QPR

Stefán Árni Pálsson skrifar
Danny Simpson í leik með Newcastle.
Danny Simpson í leik með Newcastle. Mynd / Getty Images
Enski knattspyrnumaðurinn Danny Simpson er genginn til liðs við  Queens Park Rangers en samningur hans við Newcastle mun renna út um mánaðarmótin.

Simpson gerir þriggja ára samning við félagið sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor.

Harry Redknapp tók við QPR á miðju tímabili fyrir nokkrum mánuðum en náði ekki að halda bjarga liðinu frá falli.

„Mig langar að spila í hverri einustu viku,“ sagði Simpson.

„Harry [Redknapp]vill að ég spila og taki þátt í því að koma liðinu aftur upp á meðal þeirra bestu. Hann er magnaður stjóri og um leið og ég ræddi við hann var ég staðráðinn í því að fara til þeirra.“

Danny Simpson er uppalinn hjá Manchester United en náði aldrei að festa sig í sessi í aðalliði félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×