Vettel á ráspól á Monza á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2013 13:08 Sebastian Vettel. Mynd/NordicPhotos/Getty Þjóðverjinn Sebastian Vettel á Red Bull–Renault, þrefaldur heimsmeistari og efsti maður í keppni ökumanna í ár, verður á ráspól í ítalska kappakstrinum á Monza á morgun en Vettel náði bestum tíma í tímatökunni í dag. Þetta er í fjórða sinn á tímabilinu sem Vettel ræsir fyrstur en hann var líka á ráspól í Kanada, Malasíu og Ástralíu. Mark Webber, liðsfélagi Vettel hjá Red Bull–Renault, varð annar í tímatökunni og Nico Hulkenberg á Sauber–Ferrari kom á óvart með því að ná þriðja sætinu. Ferrari-mennirnir Felipe Massa og Fernando Alonso komu síðan í fjórða og fimmta sætinu. Sebastian Vettel er með 46 stiga forskot á Fernando Alonso í keppninni um heimsmeistaratitilinn en Vettel vann einmitt Belgíukappaksturinn á dögunum. Lewis Hamilton var búinn að vera á ráspólnum í fjórum kappakstrinum í röð en komst ekki í þriðju umferð í tímatökunni í dag og varð að sætta sig að vera í tólfta sætinu.Röð manna á ráspólnum á morgun: 1. Sebastian Vettel, Red Bull-Renault 2. Mark Webber, Red Bull-Renault 3. Nico Hülkenberg, Sauber-Ferrari 4. Felipe Massa, Ferrari 5. Fernando Alonso, Ferrari 6. Nico Rosberg, Mercedes 7. Daniel Ricciardo, Toro Rosso-Ferrari 8. Sergio Pérez, McLaren-Mercedes 9. Jenson Button, McLaren-Mercedes 10. Jean-Éric Vergne, Toro Rosso-Ferrari 11. Kimi Räikkönen, Lotus-Renault 12. Lewis Hamilton, Mercedes Formúla Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel á Red Bull–Renault, þrefaldur heimsmeistari og efsti maður í keppni ökumanna í ár, verður á ráspól í ítalska kappakstrinum á Monza á morgun en Vettel náði bestum tíma í tímatökunni í dag. Þetta er í fjórða sinn á tímabilinu sem Vettel ræsir fyrstur en hann var líka á ráspól í Kanada, Malasíu og Ástralíu. Mark Webber, liðsfélagi Vettel hjá Red Bull–Renault, varð annar í tímatökunni og Nico Hulkenberg á Sauber–Ferrari kom á óvart með því að ná þriðja sætinu. Ferrari-mennirnir Felipe Massa og Fernando Alonso komu síðan í fjórða og fimmta sætinu. Sebastian Vettel er með 46 stiga forskot á Fernando Alonso í keppninni um heimsmeistaratitilinn en Vettel vann einmitt Belgíukappaksturinn á dögunum. Lewis Hamilton var búinn að vera á ráspólnum í fjórum kappakstrinum í röð en komst ekki í þriðju umferð í tímatökunni í dag og varð að sætta sig að vera í tólfta sætinu.Röð manna á ráspólnum á morgun: 1. Sebastian Vettel, Red Bull-Renault 2. Mark Webber, Red Bull-Renault 3. Nico Hülkenberg, Sauber-Ferrari 4. Felipe Massa, Ferrari 5. Fernando Alonso, Ferrari 6. Nico Rosberg, Mercedes 7. Daniel Ricciardo, Toro Rosso-Ferrari 8. Sergio Pérez, McLaren-Mercedes 9. Jenson Button, McLaren-Mercedes 10. Jean-Éric Vergne, Toro Rosso-Ferrari 11. Kimi Räikkönen, Lotus-Renault 12. Lewis Hamilton, Mercedes
Formúla Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira