Vettel á ráspól á Monza á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2013 13:08 Sebastian Vettel. Mynd/NordicPhotos/Getty Þjóðverjinn Sebastian Vettel á Red Bull–Renault, þrefaldur heimsmeistari og efsti maður í keppni ökumanna í ár, verður á ráspól í ítalska kappakstrinum á Monza á morgun en Vettel náði bestum tíma í tímatökunni í dag. Þetta er í fjórða sinn á tímabilinu sem Vettel ræsir fyrstur en hann var líka á ráspól í Kanada, Malasíu og Ástralíu. Mark Webber, liðsfélagi Vettel hjá Red Bull–Renault, varð annar í tímatökunni og Nico Hulkenberg á Sauber–Ferrari kom á óvart með því að ná þriðja sætinu. Ferrari-mennirnir Felipe Massa og Fernando Alonso komu síðan í fjórða og fimmta sætinu. Sebastian Vettel er með 46 stiga forskot á Fernando Alonso í keppninni um heimsmeistaratitilinn en Vettel vann einmitt Belgíukappaksturinn á dögunum. Lewis Hamilton var búinn að vera á ráspólnum í fjórum kappakstrinum í röð en komst ekki í þriðju umferð í tímatökunni í dag og varð að sætta sig að vera í tólfta sætinu.Röð manna á ráspólnum á morgun: 1. Sebastian Vettel, Red Bull-Renault 2. Mark Webber, Red Bull-Renault 3. Nico Hülkenberg, Sauber-Ferrari 4. Felipe Massa, Ferrari 5. Fernando Alonso, Ferrari 6. Nico Rosberg, Mercedes 7. Daniel Ricciardo, Toro Rosso-Ferrari 8. Sergio Pérez, McLaren-Mercedes 9. Jenson Button, McLaren-Mercedes 10. Jean-Éric Vergne, Toro Rosso-Ferrari 11. Kimi Räikkönen, Lotus-Renault 12. Lewis Hamilton, Mercedes Formúla Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel á Red Bull–Renault, þrefaldur heimsmeistari og efsti maður í keppni ökumanna í ár, verður á ráspól í ítalska kappakstrinum á Monza á morgun en Vettel náði bestum tíma í tímatökunni í dag. Þetta er í fjórða sinn á tímabilinu sem Vettel ræsir fyrstur en hann var líka á ráspól í Kanada, Malasíu og Ástralíu. Mark Webber, liðsfélagi Vettel hjá Red Bull–Renault, varð annar í tímatökunni og Nico Hulkenberg á Sauber–Ferrari kom á óvart með því að ná þriðja sætinu. Ferrari-mennirnir Felipe Massa og Fernando Alonso komu síðan í fjórða og fimmta sætinu. Sebastian Vettel er með 46 stiga forskot á Fernando Alonso í keppninni um heimsmeistaratitilinn en Vettel vann einmitt Belgíukappaksturinn á dögunum. Lewis Hamilton var búinn að vera á ráspólnum í fjórum kappakstrinum í röð en komst ekki í þriðju umferð í tímatökunni í dag og varð að sætta sig að vera í tólfta sætinu.Röð manna á ráspólnum á morgun: 1. Sebastian Vettel, Red Bull-Renault 2. Mark Webber, Red Bull-Renault 3. Nico Hülkenberg, Sauber-Ferrari 4. Felipe Massa, Ferrari 5. Fernando Alonso, Ferrari 6. Nico Rosberg, Mercedes 7. Daniel Ricciardo, Toro Rosso-Ferrari 8. Sergio Pérez, McLaren-Mercedes 9. Jenson Button, McLaren-Mercedes 10. Jean-Éric Vergne, Toro Rosso-Ferrari 11. Kimi Räikkönen, Lotus-Renault 12. Lewis Hamilton, Mercedes
Formúla Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira