Innlent

Ökuferðin gæti kostað 130 þúsund

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglumaður við hraðamælingar.
Lögreglumaður við hraðamælingar. Mynd/ Hilli.
Tuttugu og sex ökumenn voru staðnir að að of hröðum akstri í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Sá sem hraðast ók mældist á 141 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Hann má búast við að glæfraaksturinn kosti hann 130 þúsund krónur. Flest hraðakstursbrotin áttu sér stað á Reykjanesbraut.

Þá voru níu ökumenn staðnir að því að virða ekki biðskyldu eða stöðvunarskyldu. Tvær bifreiðar reyndust ekki vera með skoðunar- og tryggingamál í lagi. Aðra þeirra hafði reyndar átt að færa til aðalskoðunar í apríl á síðasta ári. Loks var einn ökumaður sektaður fyrir að leggja bifreið sinni ólöglega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×