"Bifröst skilar engu til íslensks samfélags“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 22. september 2013 23:38 Kári Stefánsson vill loka Háskólanum á Bifröst. Mynd/Samsett Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í Sprengisandi á Bylgunni í morgun. Kári ræddi meðal annars um stöðu íslenska menntakerfisins og telur sameining háskóla hér á landi brýna. Hann segir m.a. að háskólinn á Bifröst skili engu til íslensks samfélags. „Mér finnst það afskaplega skringilegt að nú er skorið niður um 1,5% hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og gerðar kröfur um að menn skili fljótt meiri árangri í námi sem bitnar fyrst og fremst á ungum konum sem eiga börn. Þetta hefur fyrst og fremst áhrif á konur frekar en karlmenn sem mér finnst óskynsamlegt,“ segir Kári. „Það er spennandi að sjá hvort hæstvirtur menntamálaráðherra hafi kjark í sér til að leggja til að það verði sameinaðir skólar í íslensku skólakerfi. Hvort hann hafi kjark í sér til að sameina Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands, hvort hann hafi kjark í sér til að til þess að loka dýrum stofnunum eins og Hólaskóla, Hvanneyrardeild við Háskóla Íslands, loka Bifröst sem leggur ekkert til íslensks samfélags, eða hafi kjark í sér til að ná utan um rekstur Háskólans á Akureyri þannig að hann sjái að mestu leyti um verkmenntun. Þetta eru hlutir sem gætu sparað nokkra milljarða á ári í rekstri. Við erum í það litlu samfélagi að það er raunverulega dálítill dónaskapur að ætlast til þess að við getum rekið háskóla, hvað þá að við getum búið til 10-20 stofnanir sem við köllum háskóla. Það er út í hött. Svona lítið samfélag getur ekki rekið nema einn almennilegan háskóla og samkeppnin á að vera við háskóla erlendis, ekki við skóla hér á landi.“ Kári er ekki bjartsýnn á að Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra muni taka á málinu á kjörtímabilinu. „Ég efast stórlega um að menntamálaráðherra hafi kjark til að gera þetta almennilega og þessi hugmynd um að ætla að stytta nám á sama tíma og það er svolítið atvinnuleysi hér á landi finnst mér óskynsamlegt.“ Stefán Jón Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, og Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tóku undir með Kára. Unnur Brá telur mikilvægt að endurskoða málefni háskóla hér á landi. Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í Sprengisandi á Bylgunni í morgun. Kári ræddi meðal annars um stöðu íslenska menntakerfisins og telur sameining háskóla hér á landi brýna. Hann segir m.a. að háskólinn á Bifröst skili engu til íslensks samfélags. „Mér finnst það afskaplega skringilegt að nú er skorið niður um 1,5% hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og gerðar kröfur um að menn skili fljótt meiri árangri í námi sem bitnar fyrst og fremst á ungum konum sem eiga börn. Þetta hefur fyrst og fremst áhrif á konur frekar en karlmenn sem mér finnst óskynsamlegt,“ segir Kári. „Það er spennandi að sjá hvort hæstvirtur menntamálaráðherra hafi kjark í sér til að leggja til að það verði sameinaðir skólar í íslensku skólakerfi. Hvort hann hafi kjark í sér til að sameina Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands, hvort hann hafi kjark í sér til að til þess að loka dýrum stofnunum eins og Hólaskóla, Hvanneyrardeild við Háskóla Íslands, loka Bifröst sem leggur ekkert til íslensks samfélags, eða hafi kjark í sér til að ná utan um rekstur Háskólans á Akureyri þannig að hann sjái að mestu leyti um verkmenntun. Þetta eru hlutir sem gætu sparað nokkra milljarða á ári í rekstri. Við erum í það litlu samfélagi að það er raunverulega dálítill dónaskapur að ætlast til þess að við getum rekið háskóla, hvað þá að við getum búið til 10-20 stofnanir sem við köllum háskóla. Það er út í hött. Svona lítið samfélag getur ekki rekið nema einn almennilegan háskóla og samkeppnin á að vera við háskóla erlendis, ekki við skóla hér á landi.“ Kári er ekki bjartsýnn á að Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra muni taka á málinu á kjörtímabilinu. „Ég efast stórlega um að menntamálaráðherra hafi kjark til að gera þetta almennilega og þessi hugmynd um að ætla að stytta nám á sama tíma og það er svolítið atvinnuleysi hér á landi finnst mér óskynsamlegt.“ Stefán Jón Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, og Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tóku undir með Kára. Unnur Brá telur mikilvægt að endurskoða málefni háskóla hér á landi.
Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira