Vörur verði merktar Inspired by Iceland Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 20. mars 2013 07:00 Ísland verður æ vinsælli staður fyrir vetrarferðamennsku. Ferðamenn kafa á Þingvöllum í desember. Fréttablaðið/Stefán Ísland er með allt of mörg vörumerki í gangi og sýnir erlendum ferðamönnum of mörg andlit í markaðssetningu á sér. Þetta segir breska ráðgjafafyrirtækið PKF sem leggur til að herferðir varðandi ímynd Íslands verði sameinaðar í Inspired by Iceland. Jafnvel verði það notað sem allsherjarnafn yfir íslenskar vörur og þjónustu. Fyrirtækið hefur unnið skýrslu fyrir Íslandsstofu sem kynnt verður í dag. Þar kemur fram að Ísland eigi fyrst og fremst að leggja áherslu á að vera sjálfbær áfangastaður. Þangað sé hægt að fara allt árið um kring og njóta bæði náttúru og menningar. Jón Ásbjörnsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, segir þrjú atriði standa upp úr í skýrslunni. Í fyrsta lagi verði að finna þolmörk lands og þjóðar varðandi fjölda ferðamanna. Þá verði að einfalda markaðssetningu og setja hana jafnvel alla undir hatt Inspired by Iceland. Í þriðja lagi þurfi að einfalda stoðkerfi ferðaþjónustunnar, en í dag komi til að mynda ansi mörg ráðuneyti að því. Fyrirtækið ráðleggur Íslendingum að leggja meiri áherslu á að ferðamenn eyði meira hér á landi og skilji sem minnst ummerki eftir um veru sína hér, nokkuð sem á ensku er kallað high yield, low impact. „Ekki endilega að þeir sem komi hingað verði ríkari en áður, heldur að þeim standi til boða þjónusta sem þeir vilja borga fyrir. Við sjáum þetta hjá Bláa lóninu, sem hefur breytt stefnu sinni þannig að nú þarf einnig að greiða fyrir að horfa á. Það er eitthvað í þeim dúr," segir Jón. Fregnir hafa borist nýlega af slæmum áhrifum virkjana á lífríki Lagarfljóts. Telur Jón að slíkar fréttir vinni gegn ímyndinni um sjálfbært land? „Það þarf að huga að svona löguðu en við mundum halda því fram að við værum býsna sjálfbært samfélag, hvað varðar orkunýtingu og fleira. En þeir segja að við verðum að koma því betur á framfæri, að sýna í daglegum rekstri fyrirtækja að við stöndum undir því." Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Ísland er með allt of mörg vörumerki í gangi og sýnir erlendum ferðamönnum of mörg andlit í markaðssetningu á sér. Þetta segir breska ráðgjafafyrirtækið PKF sem leggur til að herferðir varðandi ímynd Íslands verði sameinaðar í Inspired by Iceland. Jafnvel verði það notað sem allsherjarnafn yfir íslenskar vörur og þjónustu. Fyrirtækið hefur unnið skýrslu fyrir Íslandsstofu sem kynnt verður í dag. Þar kemur fram að Ísland eigi fyrst og fremst að leggja áherslu á að vera sjálfbær áfangastaður. Þangað sé hægt að fara allt árið um kring og njóta bæði náttúru og menningar. Jón Ásbjörnsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, segir þrjú atriði standa upp úr í skýrslunni. Í fyrsta lagi verði að finna þolmörk lands og þjóðar varðandi fjölda ferðamanna. Þá verði að einfalda markaðssetningu og setja hana jafnvel alla undir hatt Inspired by Iceland. Í þriðja lagi þurfi að einfalda stoðkerfi ferðaþjónustunnar, en í dag komi til að mynda ansi mörg ráðuneyti að því. Fyrirtækið ráðleggur Íslendingum að leggja meiri áherslu á að ferðamenn eyði meira hér á landi og skilji sem minnst ummerki eftir um veru sína hér, nokkuð sem á ensku er kallað high yield, low impact. „Ekki endilega að þeir sem komi hingað verði ríkari en áður, heldur að þeim standi til boða þjónusta sem þeir vilja borga fyrir. Við sjáum þetta hjá Bláa lóninu, sem hefur breytt stefnu sinni þannig að nú þarf einnig að greiða fyrir að horfa á. Það er eitthvað í þeim dúr," segir Jón. Fregnir hafa borist nýlega af slæmum áhrifum virkjana á lífríki Lagarfljóts. Telur Jón að slíkar fréttir vinni gegn ímyndinni um sjálfbært land? „Það þarf að huga að svona löguðu en við mundum halda því fram að við værum býsna sjálfbært samfélag, hvað varðar orkunýtingu og fleira. En þeir segja að við verðum að koma því betur á framfæri, að sýna í daglegum rekstri fyrirtækja að við stöndum undir því."
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira