Hundadeilum í fjölbýlishúsum fjölgað Valur Grettisson skrifar 16. október 2013 07:00 Nokkuð hefur verið deilt um dýrahald undanfarið. Mynd/Fréttablaðið/Vilhelm Deilumálum vegna hundahalds hefur fjölgað eftir að lögum um dýrahald í fjöleignum var breytt samkvæmt Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. „Það virðist vera ákveðinn stígandi í kvörtunum,“ segir Páll Stefánsson, staðgengill framkvæmdastjóra heilbrigðiseftirlitsins. Kvartanir á síðasta ári vegna hundahalds á Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðinu voru 115, þar af langflestar vegna lausagöngu hunda. „Það er óhætt að segja að nokkrir tugir kvartana séu vegna dýrahalds í fjölbýlishúsum,“ segir Páll. Rúmlega tvö þúsund hundar eru á skrá á svæðinu og hefur þeim fækkað lítillega á þessu ári. Kvörtunum hefur einnig fækkað nokkuð á síðustu árum. Samkvæmt fundargerðum heilbrigðiseftirlitsins á síðustu mánuðum hafa nokkur mál komið til kasta nefndarinnar. Í ágúst síðastliðnum komu tvö mál til meðferðar; annars vegar var farið fram á að hundur yrði fjarlægður úr fjölbýlishúsi á Norðurbakka og hins vegar var kvartað vegna skráningar hunds í Engihjalla í Kópavogi. Þá var lagt fram erindi húsfélags að Furugrund í Kópavogi þar sem kvartað var yfir áratugalöngu ónæði af kattahaldi í einni íbúð hússins. „Þetta er frekar núningur en deilur,“ útskýrir Páll sem vill ekki taka afstöðu til þess hvort lögin séu slæm. „Það tekur alltaf tíma að aðlagast nýjum lögum,“ bætir hann við. Lögum um katta- og hundahald í fjölbýlum var breytt árið 2011. Áður fyrr þurftu allir í fjölbýlishúsinu að veita samþykki sitt fyrir dýrahaldi í húsinu. Nú þarf gæludýraeigandi aðeins samþykki tveggja þriðjuhluta íbúa. Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur hefur tilkynningum ekki fjölgað. Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri eftirlitsins, sagði í samtali við Fréttablaðið að það væri hins vegar ákveðin óvissa uppi með lögin. Benti hún á úrskurð Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, en þar vildi íbúi í fjölbýlishúsi meina að allir hlutaðeigandi eigendur ættu óskoraðan rétt á að eiga og taka þátt í öllum ákvörðunum er varða sameignina, bæði innan húss og utan, og sameiginleg málefni sem snerta hana beint og óbeint. Því stæðust lögin ekki. Málinu var vísað frá þar sem kærufrestur var runninn út. Þar af leiðandi fékkst engin eiginleg niðurstaða í málið. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Deilumálum vegna hundahalds hefur fjölgað eftir að lögum um dýrahald í fjöleignum var breytt samkvæmt Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. „Það virðist vera ákveðinn stígandi í kvörtunum,“ segir Páll Stefánsson, staðgengill framkvæmdastjóra heilbrigðiseftirlitsins. Kvartanir á síðasta ári vegna hundahalds á Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðinu voru 115, þar af langflestar vegna lausagöngu hunda. „Það er óhætt að segja að nokkrir tugir kvartana séu vegna dýrahalds í fjölbýlishúsum,“ segir Páll. Rúmlega tvö þúsund hundar eru á skrá á svæðinu og hefur þeim fækkað lítillega á þessu ári. Kvörtunum hefur einnig fækkað nokkuð á síðustu árum. Samkvæmt fundargerðum heilbrigðiseftirlitsins á síðustu mánuðum hafa nokkur mál komið til kasta nefndarinnar. Í ágúst síðastliðnum komu tvö mál til meðferðar; annars vegar var farið fram á að hundur yrði fjarlægður úr fjölbýlishúsi á Norðurbakka og hins vegar var kvartað vegna skráningar hunds í Engihjalla í Kópavogi. Þá var lagt fram erindi húsfélags að Furugrund í Kópavogi þar sem kvartað var yfir áratugalöngu ónæði af kattahaldi í einni íbúð hússins. „Þetta er frekar núningur en deilur,“ útskýrir Páll sem vill ekki taka afstöðu til þess hvort lögin séu slæm. „Það tekur alltaf tíma að aðlagast nýjum lögum,“ bætir hann við. Lögum um katta- og hundahald í fjölbýlum var breytt árið 2011. Áður fyrr þurftu allir í fjölbýlishúsinu að veita samþykki sitt fyrir dýrahaldi í húsinu. Nú þarf gæludýraeigandi aðeins samþykki tveggja þriðjuhluta íbúa. Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur hefur tilkynningum ekki fjölgað. Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri eftirlitsins, sagði í samtali við Fréttablaðið að það væri hins vegar ákveðin óvissa uppi með lögin. Benti hún á úrskurð Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, en þar vildi íbúi í fjölbýlishúsi meina að allir hlutaðeigandi eigendur ættu óskoraðan rétt á að eiga og taka þátt í öllum ákvörðunum er varða sameignina, bæði innan húss og utan, og sameiginleg málefni sem snerta hana beint og óbeint. Því stæðust lögin ekki. Málinu var vísað frá þar sem kærufrestur var runninn út. Þar af leiðandi fékkst engin eiginleg niðurstaða í málið.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira