"Þetta snýst ekki um peninga, heldur mannorðið mitt“ 21. febrúar 2013 15:00 Heimir Hannesson. Heimir Hannesson háskólanemi, segist vilja hreinsa mannorð sitt með því að stefna aðilum fyrir meiðyrði. Hann hyggst meðal annars stefna Vinstri grænum fyrir meiðyrði vegna umfjöllunar Smugunnar um aðsenda grein í Fréttablaðinu og fjallaði um breyttar verklagsreglur í Stúdentaráði. Þar kom orðið fjárdráttur fyrir. Heimir birtir í dag pistil á Pressunni þar sem hann útskýrir í fyrsta skiptið sína hlið á þessu máli, sem kom upp í byrjun febrúar. Þá birti Stúdentaráð Háskóla Íslands tilkynningu á vef sínum þar sem kom fram að til stæði að breyta verklagsreglum eftir að framkvæmdastjóri og hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs, starfsárið 2011-2012, þurftu að endurgreiða rúmlega hálfa milljón króna til ráðsins. Málið snérist um að starfsmenn á skrifstofu Stúdentaráðs fengu til meðferðar úttektarkort frá N1 sem ætlað var til notkunar vegna starfa á vegum ráðsins. Vegna mistaka við útgáfu hafi starfsmönnum verið unnt að fara framyfir umsamda upphæð. Í upphaflega tilkynningu Stúdentaráðsins sagði svo orðrétt að framkvæmdastjóri og hagsmunafulltrúi ráðsins hefðu „vísvitandi í eigin þágu" farið fram yfir umsamda upphæð á útgáfukortum sem þeir höfðu undir höndum sem starfsmenn ráðsins. Því greindi fréttasíða Rúv frá því að um fjárdrátt hefði verið að ræða. Sama gerði fréttamaður mbl.is. Það var þó leiðrétt í kjölfar þess að stúdentaráð sendi frá sér aðra yfirlýsinginu þar sem áréttað var að ekki hefði verið um fjárdrátt að ræða, en Jón Atli Hermannsson, varaformaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, sagði í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum að orðalagið hefði verið óheppilegt í fyrri kynningunni. Heimir var raunar aldrei nafngreindur í þessu máli. Það var ekki fyrr en hann hótaði að stefna Smugunni fyrir umfjöllun sína sem nafn hans kom fram, en Heimir var semsagt hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs. Heimir segist einnig saklaus af mistökum varðandi notkun kortsins og kallar það í raun „ klúður framkvæmdastjórans". Þannig skrifar Heimir: „Engu að síður var það ákvörðun minna yfirmanna þegar reikningarnir bárust Stúdentaráði, og kom ég hvergi nærri þeirri ákvarðanatöku, að upphæðin á hverju korti skyldi dregin af launum okkar við hver mánaðamót – eins og gert er í mörgum fyrirtækjum með góðum árangri. Þetta samþykkti ég að sjálfsögðu – enda veglegir afslættir í boði á kortunum – grunlaus um það að þessi mistök gætu átt sér stað. Vegna ítrekaðra mistaka framkvæmdastjórans sem jafnframt var launagreiðandi, var það svo ekki gert." Í samtali við Vísi vildi Heimir ekki ræða efnislega um málið og vísaði á grein sína. Í greininni kemur fram að Stúdentaráð hafi beðið hann afsökunar á málinu. Heimir segist ekki ætla að höfða mál gegn ráðinu eins og hann hyggst gera gegn Vinstri grænum. Hann segir hinsvegar aðrar stefnur í farvatninu. „Þetta snýst ekki um peninga heldur mannorðið mitt," segir Heimir að lokum. Tengdar fréttir Misbýður yfirlýsing stjórnar Stúdentaráðs frá því í nótt Stjórn Röskvu í Stúdentaráði, Röskvuliðum í ráðinu og núverandi frambjóðendum misbýður yfirlýsing sem stjórn Stúdentaráðs sendi frá sér í nótt. 6. febrúar 2013 11:20 Ofgreiðsla launa leiddi til nýrra verklagsreglna Framkvæmdastjóri og hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs starfsárið 2011-2012 þurftu að endurgreiða rúmlega hálfa milljón króna til ráðsins. Ástæðan var sú að þeir fór fram yfir umsamda upphæð á úttektarkortum hjá N1. 6. febrúar 2013 09:50 Slæmt orðalag í tilkynningu uppspretta misskilnings Jón Atli Hermannsson, varaformaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir í samtali við Vísi að ráðið harmi fréttaflutning þess efnis að um fjárdrátt fyrrverandi starfsmanna ráðsins hafi verið að ræða. 6. febrúar 2013 10:46 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Heimir Hannesson háskólanemi, segist vilja hreinsa mannorð sitt með því að stefna aðilum fyrir meiðyrði. Hann hyggst meðal annars stefna Vinstri grænum fyrir meiðyrði vegna umfjöllunar Smugunnar um aðsenda grein í Fréttablaðinu og fjallaði um breyttar verklagsreglur í Stúdentaráði. Þar kom orðið fjárdráttur fyrir. Heimir birtir í dag pistil á Pressunni þar sem hann útskýrir í fyrsta skiptið sína hlið á þessu máli, sem kom upp í byrjun febrúar. Þá birti Stúdentaráð Háskóla Íslands tilkynningu á vef sínum þar sem kom fram að til stæði að breyta verklagsreglum eftir að framkvæmdastjóri og hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs, starfsárið 2011-2012, þurftu að endurgreiða rúmlega hálfa milljón króna til ráðsins. Málið snérist um að starfsmenn á skrifstofu Stúdentaráðs fengu til meðferðar úttektarkort frá N1 sem ætlað var til notkunar vegna starfa á vegum ráðsins. Vegna mistaka við útgáfu hafi starfsmönnum verið unnt að fara framyfir umsamda upphæð. Í upphaflega tilkynningu Stúdentaráðsins sagði svo orðrétt að framkvæmdastjóri og hagsmunafulltrúi ráðsins hefðu „vísvitandi í eigin þágu" farið fram yfir umsamda upphæð á útgáfukortum sem þeir höfðu undir höndum sem starfsmenn ráðsins. Því greindi fréttasíða Rúv frá því að um fjárdrátt hefði verið að ræða. Sama gerði fréttamaður mbl.is. Það var þó leiðrétt í kjölfar þess að stúdentaráð sendi frá sér aðra yfirlýsinginu þar sem áréttað var að ekki hefði verið um fjárdrátt að ræða, en Jón Atli Hermannsson, varaformaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, sagði í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum að orðalagið hefði verið óheppilegt í fyrri kynningunni. Heimir var raunar aldrei nafngreindur í þessu máli. Það var ekki fyrr en hann hótaði að stefna Smugunni fyrir umfjöllun sína sem nafn hans kom fram, en Heimir var semsagt hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs. Heimir segist einnig saklaus af mistökum varðandi notkun kortsins og kallar það í raun „ klúður framkvæmdastjórans". Þannig skrifar Heimir: „Engu að síður var það ákvörðun minna yfirmanna þegar reikningarnir bárust Stúdentaráði, og kom ég hvergi nærri þeirri ákvarðanatöku, að upphæðin á hverju korti skyldi dregin af launum okkar við hver mánaðamót – eins og gert er í mörgum fyrirtækjum með góðum árangri. Þetta samþykkti ég að sjálfsögðu – enda veglegir afslættir í boði á kortunum – grunlaus um það að þessi mistök gætu átt sér stað. Vegna ítrekaðra mistaka framkvæmdastjórans sem jafnframt var launagreiðandi, var það svo ekki gert." Í samtali við Vísi vildi Heimir ekki ræða efnislega um málið og vísaði á grein sína. Í greininni kemur fram að Stúdentaráð hafi beðið hann afsökunar á málinu. Heimir segist ekki ætla að höfða mál gegn ráðinu eins og hann hyggst gera gegn Vinstri grænum. Hann segir hinsvegar aðrar stefnur í farvatninu. „Þetta snýst ekki um peninga heldur mannorðið mitt," segir Heimir að lokum.
Tengdar fréttir Misbýður yfirlýsing stjórnar Stúdentaráðs frá því í nótt Stjórn Röskvu í Stúdentaráði, Röskvuliðum í ráðinu og núverandi frambjóðendum misbýður yfirlýsing sem stjórn Stúdentaráðs sendi frá sér í nótt. 6. febrúar 2013 11:20 Ofgreiðsla launa leiddi til nýrra verklagsreglna Framkvæmdastjóri og hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs starfsárið 2011-2012 þurftu að endurgreiða rúmlega hálfa milljón króna til ráðsins. Ástæðan var sú að þeir fór fram yfir umsamda upphæð á úttektarkortum hjá N1. 6. febrúar 2013 09:50 Slæmt orðalag í tilkynningu uppspretta misskilnings Jón Atli Hermannsson, varaformaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir í samtali við Vísi að ráðið harmi fréttaflutning þess efnis að um fjárdrátt fyrrverandi starfsmanna ráðsins hafi verið að ræða. 6. febrúar 2013 10:46 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Misbýður yfirlýsing stjórnar Stúdentaráðs frá því í nótt Stjórn Röskvu í Stúdentaráði, Röskvuliðum í ráðinu og núverandi frambjóðendum misbýður yfirlýsing sem stjórn Stúdentaráðs sendi frá sér í nótt. 6. febrúar 2013 11:20
Ofgreiðsla launa leiddi til nýrra verklagsreglna Framkvæmdastjóri og hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs starfsárið 2011-2012 þurftu að endurgreiða rúmlega hálfa milljón króna til ráðsins. Ástæðan var sú að þeir fór fram yfir umsamda upphæð á úttektarkortum hjá N1. 6. febrúar 2013 09:50
Slæmt orðalag í tilkynningu uppspretta misskilnings Jón Atli Hermannsson, varaformaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir í samtali við Vísi að ráðið harmi fréttaflutning þess efnis að um fjárdrátt fyrrverandi starfsmanna ráðsins hafi verið að ræða. 6. febrúar 2013 10:46