Innlent

Leitin ekki enn borið árangur

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Leitin hefur enn engan árangur borið.
Leitin hefur enn engan árangur borið.
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar leita enn bandaríska ferðamannsins, Nathans Foley-Mendelssohns, sem sást síðan þann 10. september síðastliðinn á gönguleiðinni á milli Landmannalauga og Hrafntinnuskers. Í tilkynningu frá björgunarsveitinni segir að leitað verði fram í myrkur í kvöld og að leit hefjist af miklum þunga strax í birtingu í fyrramálið.

Stefnt er að því að björgunarsveitir af Suðurlandi öllu og af höfuðborgarsvæðinu verði mættar í Hrafntinnusker eldsnemma í fyrramálið. Göngumenn munu kemba svæðið en einnig verður notast við leitarhunda og fisflugvélar. Er reiknað með að á annað hundrað manns verði við leit á svæðinu.

Engar vísbendingar hafa fundist sem benda til þess að Nathan hafi yfirgefið svæðið. Vonskuveður var á svæðinu þegar hann var þar við göngu ásamt þremur samferðamönnum sínum. Ákváðu samferðamenn hans að snúa við vegna veðursins en Nathan hélt förinni áfram.

Leitað verður fram í myrkur á morgun. Beri leitin ekki árangur verður staðan tekin á ný varðandi frekari leit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×